Marcos Rojo, varnarmaður Manchester United hefur komið sér í klípu eftir að hafa brotið reglur um útgöngubann og kveikt sér svo í sígarettu.
Rojo er á láni Estudiantes í Argentínu en þar í landi eru harðar reglur vegna kórónuveirunnar.
Útgöngubann er í Argentínu en Rojo sást með vinum sínum að spila, hella í sig áfengi og kveikja í sígarettu.
Rojo og félagar gætu fengið sekt frá yfirvöldum í Argentínu fyrir að brjóta útgöngubann. Þá gæti Rojo fengið sekt frá United fyrir að reykja.
Ensk blöð segja að ákvæði séu oft í samningi leikmanns um að hann megi ekki reykja.
🎥Marcos Rojo con amigos y familiares reunidos jugando al truco y se ve al futbolista de @EdelpOficial fumando
📲Esto compartió su hermano en sus redes sociales
📻FM 103.1 – https://t.co/zWlfhJOCe5 pic.twitter.com/Wu9LbxJaON
— 221 Radio 103.1 (@221radio) May 2, 2020