Jurgen Klopp, stjóri Liverpool hefur gaman af þvi að fagna titlum og gerir það oftar en ekki hressilega.
Klopp var í viðtali við heimasíðu Dortmund þar sem hann ræddi þá titla sem hann vann með félaginu.
Klopp tókst á stuttum tíma að gera Dortmund af besta liði Þýskalands eftir erfiða tíma hjá félaginu. ,,Við fögnuðum vel,“ sagði Klopp þegar hann rifjaði upp þessa tíma.
Dortmund varð þýskur meistari árið 2011 og liðið vann svo tvennuna árið 2012, þá datt Klopp í það. ,,Það var frábært að fagna svona, það var sullað í vini og haft gaman. Þetta yrði ekki svona í dag.“
,,Ég varð dauðadrukkinn árið 2011 en árið 2012 þá mundi ég varla eftir þessu. Þú sérð hvað áfengi gerir við fólk“.
,,Ekki drekka áfengi, þá missir þú af skemmtilegum augnablikum í þínu lífi,“ sagði Klopp léttur.