Andy Carroll, framherji Newcastle og eiginkona hans Billi Mucklow hafa sett heimili sitt í London á sölu.
Húsið er staðsett í úthverfi borgarinnar og er í bæ sem heitir Essex, vinsæll staður hjá ríku og frægu fólki.
Carroll hefur nú sett höllina á sölu og vill 5 milljónir punda fyrir hana, sléttar 919 íslenskar milljónir.
Húsið hefur verið á sölu um nokkurt skeið en enginn hefur enn bitið á agnið.
Myndir af húsinu má sjá hér að neðan.