15 ár eru í dag frá því að Íslendingur varð í fyrsta sinn Englandsmeistari, það var Eiður Smári Guðjohnsen með Chelsea.
30 apríl árið 2005 varð Chelsea enskur meistari í fyrsta sinn í fimmtíu ár. Chelsea varð meistari með því að leggja Bolton af velli á Reebok vellinum.
Þetta var undir stjórn Jose Mourinho en Eiður Smári var í stóru hlutverki, hann varð í tvígang enskur meistari með Chelsea.
Eiður átti frábæra tíma með Chelsea og líklega hans bestu ár á ferlinum voru í London. Eiður birti mynd á Instagram í dag og hugsaði til fortíðar.
,,Okkur tókst það fyrir 15 árum,“ skrifar Eiður og birtir myndir sem sjá má hér að neðan.