Borussia Dortmund gerði munnlegt samkomulag við Jadon Sancho árið 2018 um að hann mætti fara árið 2020.
Bild í Þýskalandi segir frá en óvíst er hvað verður í sumar vegna kórónuveirunnar. Fjárhagur félaganna í óvissu.
Sancho er tvítugur og á tvö ár eftir af samningi sínum við Dortmund. Félagið gæti þurft að selja hann í sumar til að fá gott verð fyrir hann.
Dortmund gerði samkomulag við Sancho um að ef gott tilboð kæmi á borð félagsins, þá mætti hann fara. Manchester United hefur mikinn áhuga á að fá hann.
United hefur á sama tíma hætt við að eltast við Declan Rice, miðjumann West Ham en félagið telur hann ekki góðan kost fyrir sumarið.
United þarf að velja á milli leikmanna í sumar þar sem kórónuveiran hefur breytt landslaginu.