Um nokkuð langt skeið hefur það verið bannað að vera með stæði ef þannig má að orði komast í ensku úrvalsdeildinni.
Nú hefur Manchester United fengið leyfi fyrir 1500 manna „rail seats“ eins og það er kallað en um er að ræða sæti þar sem möguleiki er á að standa fyrir framan.
Með þessu á öryggi áhorfenda að vera tryggt en þetta var bannað eftir mörg hræðileg slys þar sem fólk tróðst undir.
Með þessu á að koma í veg fyrir það en fjöldi áhorfenda vill fremur standa, syngja og tralla en að sitja í sætum sínum allan leikinn.
1500 svona sæti verða sett upp á Old Trafford fyrir næstu leiktíð.
BREAKING: Manchester United have been given permission to install 1,500 rail seats at Old Trafford (NE Quadrant). Club now looking for suppliers. Trial due to take place next season (whenever that may be). More @MailSport shortly. #mufc
— Mike Keegan (@MikeKeegan_DM) April 29, 2020