Juventus hefur beðið Cristiano Ronaldo og aðra leikmenn sem fóru erlendis að snúa aftur til Ítalíu.
Ronaldo hefur dvalið í Portúgal á meðan kórónuveiran gengur yfir en þarf nú að koma sér til Ítalíu.
Þegar þangað er komið þarf hann að dvelja heima hjá sér í tvær vikur í sóttkví. Félög á Ítalíu geta hafið æfingar þann 18 maí.
Faraldurinn í Evrópu hófst á Ítalíu og var landið í miklum vandræðum á köflum, nú hefur landið náð tökum á veirunni og farið er að aflétta samkomubanni og útgöngubanninu.
Allir leikmenn Juventus hafa tekið vel í það að snúa aftur fyrir utan Gonzalo Higuain en samkvæmt miðlum þar í landi hefur hann ekki svarað skilaboðum félagsins.