Adidas hefur hafið framleiðslu á nýjum Pretador takkaskóm í samstarfi við Paul Pogba, sem er eitt stærsta nafnið sem fyrirtækið hefur á sínum snærum.
Þessi umdeildi knattspyrnumaður er með sitt eigið myndmerki sem verður notað á nýja skó Adidas.
Sagt er að Pogba muni frumsýna þessa skó þegar enski boltinn fer aftur af stað, en vonir standa til um að boltinn rúlli af stað í júní.
Pogba hefur lítið getað spilað í ár vegna meiðsla en kórónuveiran hefur gefið honum tækifæri til að ná bata.
Skórnir sem fá misjafna dóma má sjá hér að neðan.