Það virðist styttast og styttast í það að enski boltinn fari aftur af stað en liðin eru nú eitt af öðru byrjuð að æfa.
Arsenal reið á vaðið í gær og fór að kalla leikmenn sína á æfingu, leikmenn liðsins æfa ekki saman en koma á æfingasvæðið og fá heilan völl út af fyrir sig.
West Ham gerði slíkt hið sama í dag og Tottenham sömuleiðis, þannig sást Harry Kane mæta á æfingasvæði Tottenham fyrstur allra í morgun.
Þjálfarar setja upp æfingu fyrir leikmenn á velli, Arsenal hefur ellefu velli og geta því fjöldi leikmanna æft á sama tíma.
Stefnt er að því að venjulegar æfingar hefjist snemma í maí og að deildin fari af stað snemma í júní.
Útgöngubann ríkir ennþá í Englandi en félögin virðast hafa fengið grænt ljós á æfingar sem þessar.