fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
433Sport

Afrek Árna Gauts gleymist aldrei: „Mér leist ekkert á blikuna“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 28. apríl 2020 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímavélin:

Íslenski markvörðurinn Árni Gautur Arason sló heldur betur í gegn á Englandi í sínum fyrsta leik fyrir Manchester City þegar liðið sigraði Tottenham á ótrúlegan hátt í enska bikarnum árið 2004. Endurkoma City í leiknum er einhver sú eftirminnilegasta í sögu enska bikarsins og þar spilar frammistaða Árna Gauts stórt hlutverk.

Miðvikudagkvöldið 4. febrúar árið 2004 var sannkallað bikarkvöld á Englandi en þá fékk Tottenham Manchester City í heimsókn í 32. liða úrslitum FA-Cup bikarsins. Rúmlega þrjátíu þúsund áhorfendur voru saman komnir á White Hart Lane, heimvöll Tottenham, þetta kvöldið en óhætt er að segja að enginn af þeim hafi átt von á þeirri flugeldasýningu sem framundan var.

Á þessum tíma þjálfaði Kevin Keegan lið Manchester City. Hann hafði fengið Árna Gaut til liðs við sig í janúarglugganum en liðið hafði átt í miklum markmannsvandræðum. Aðalmarkvörður liðsins, David James, hafði verið að glíma við meiðsli og var jafnframt ekki gjaldgengur í FA-bikarnum. Það kom því í hlut Árna Gauts að standa í markinu í umræddum leik, sem yrði jafnframt hans fyrsti fyrir félagið. Útlitið var hins vegar svart fyrir Árna Gaut og félaga í Manchester City þegar liðin gengu til búningsklefa í hálfleik.

Staðan í hálfleik var nefnilega 3-0 fyrir heimamenn í Tottenham og ekki nóg með það heldur voru gestirnir manni færri. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að Joey nokkur Barton lét reka sig útaf rétt fyrir hálfleiksflautið, hver annar. Einn besti leikmaður Manchester City á þessum tíma, Nicolas Anelka, hafði einnig þurft að yfirgefa völlinn snemma leiks vegna meiðsla. Ledley King og Robbie Keane höfðu komið Tottenham í 2-0 áður en Þjóðverjinn Christian Ziege bætti við því þriðja, beint úr aukaspyrnu. Árni Gautur gat lítið gert í mörkunum og allt stefndi í öruggan sigur heimamanna.

Allt annað Manchester City lið kom þó til leiks í seinni hálfleik en gestirnir minnkuðu muninn strax á 48. mínútu með skalla frá fyrirliðanum Sylvain Distin. Stuttu seinna bjargaði Árni Gautur meistaralega í tvígang þegar hann varði aukaspyrnu frá Ziege og frákastið frá Gustavo Poyet. Hreint út sagt ótrúlegar markvörslur.

Paul Bosvelt bætti svo öðru marki við á 69. mínútu en svo var aftur komið að okkar manni í markinu. Þá bjargaði Árni Gautur á ótrúlegan hátt þegar Árna tókst að verja nánast óverjandi skalla frá Poyet þegar korter var eftir af leiknum og kóngurinn sjálfur, Robbie Fowler, klappaði Árna á bakið fyrir frábæra markvörslu. Shaun Wright-Phillips jafnaði svo metin þegar tíu mínútur voru til leiksloka og allt ætlaði um koll að keyra. City-menn voru ekki hættir því Jonathan Macken gulltryggði ótrúlegan sigur gestanna með glæsilegum skalla í blálokin. Hin fullkomna endurkoma var staðreynd.

Árni Gautur var að vonum ánægður þegar Hörður Magnússon spurði hann út í leikinn:

,,Þetta var náttúrlega alveg skelfilegur fyrri hálfleikur og ekki sú byrjun sem við vonuðumst eftir. Þannig að mér leist ekkert á blikuna þegar mörkin fóru að renna inn, en sem betur fer tókst okkur á ótrúlegan hátt að snúa þessu við. Það er ekki á hverjum degi sem maður upplifir svona leik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Skrifar undir fimm ára samning við Liverpool

Skrifar undir fimm ára samning við Liverpool
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Besta deildin: KR fékk á sig fjögur og tapaði í Mosfellsbæ

Besta deildin: KR fékk á sig fjögur og tapaði í Mosfellsbæ
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Rice tryggði Arsenal annað sætið

England: Rice tryggði Arsenal annað sætið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hugrakkur ef hann semur við Manchester United í sumar

Hugrakkur ef hann semur við Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Liverpool ekki lengi að svara eftir tilkynningu Trent

Liverpool ekki lengi að svara eftir tilkynningu Trent
433Sport
Í gær

Real blandar sér í baráttuna þrátt fyrir munnlegt samkomulag Arsenal

Real blandar sér í baráttuna þrátt fyrir munnlegt samkomulag Arsenal