fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
433Sport

Tíu risastór hneyksli sem vöktu gríðarlega athygli – Allt flæðandi í kókaíni og pillur frá konunni

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 20. mars 2020 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru ófáir knattspyrnumenn sem hafa komið sér í vandræði á sinni ævi vegna eiturlyfjanotkunar og ófagmannlegrar hegðunar. Það er algengt að knattspyrnumenn hafi verið gómaðir vegna einhvers konar steranotkun sem hjálpar þeim að ná frekari árangri.

Sterar eru þó alls ekki eina efnið sem menn hafa tekið inn og var kókaín mjög vinsælt á meðal leikmanna á sínum tíma. Það er áhugavert að rifja upp tíu hneyksli sem hafa komið upp í íþróttinni vegna eiturlyfjanotkunar.

Við byrjum á rúmenska framherjanum Adrian Mutu sem spilaði með Chelsea en var fljótt rekinn frá félaginu.

10. Adrian Mutu

Mutu samdi við Chelsea árið 2003 en var fljótt orðinn varamaður eftir komu Jose Mourinho. Mutu var svo rekinn frá Chelsea í október árið 2004 eftir að kókaín hafði fundist í blóði hans. Framherjinn var einnig dæmdur í sjö mánaða keppnisbann og þurfti að greiða 20 þúsund pund í sekt.

9. Kvennalandslið Norður-Kóreu

Kvennalið Norður-Kóreu náði ekki frábærum árangri á HM kvenna árið 2011 og tókst ekki að komast úr riðlakeppninni. Í lyfjaprófi var síðar komist að því að fimm leikmenn hefðu tekið inn stera til að reyna að hjálpa möguleikum liðsins.

8. Diego Maradona

Nafn Maradona og kókaín eru oft nefnd í sömu setningunni. Árið 1991 var Maradona dæmdur í 15 mánaða keppnisbann er hann lék með Napoli fyrir að nota kókaín. Hann þurfti einnig að borga 70 þúsund dollara í sekt.

7. Diego Maradona

Maradona var fyrirliði argentínska landsliðsins á HM 1994 stuttu áður en hann var rekinn heim. Lyfið ephedrine fannst í blóði Maradona á meðan keppninni stóð og ákvað FIFA Að meina honum að taka frekari þátt á mótinu. Maradona talaði síðar um lyfið og segir að tilgangurinn með notkuninni hafi verið til að fá auka kraft og hraða.

6. Juventus

Orðspor Juventus varð fyrir hnjaski frá 1994 til 1998 er læknir liðsins, Riccardo Agricola var ásakaður um að hafa dreift ólöglegum lyfjum til leikmanna liðsins. Árið 2004 var Agricola svo bannað að stunda læknisfræði og var dæmdur í 22 mánaða fangelsi.

5. Rio Ferdinand

Engin ólögleg lyf hafa fundist í blóði Ferdinand en hann komst í fréttirnar árið 2003 er hann ákvað að sleppa því að mæta í lyfjapróf. Ferdinand var í kjölfarið dæmdur í 8 mánaða keppnisbann og var sektaður um 50 þúsund pund.

4. Mark Bosnich

Mutu er ekki eini leikmaður Chelsea sem hefur var fundinn sekur um að hafa tekið inn kókaín. Bosnich var markvörður liðsins en hann féll á lyfjaprófi árið 2002. Bosnich var í kjölfarið dæmdur í níu mánaða bann og eftir að ferlinum lauk hefur hann opnað sig um eiturlyfjavandamál sín.

3. Hollenska karlalandsliðið

Edgar Davids, Frank de Boer og Jaap Stam voru allir dæmdir í bann árið 2001 fyrir steranotkun. Bert Konterman, sem var einnig hluti af landsliðinu kenndi síðar læknateymi liðsins um og segir að sterunum hafi verið komið fyrir í mat leikmanna í leyfisleysi.

2. Willie Johnston

Johnston er fyrrum leikmaður skoska landsliðsins og West Bromwich Albion og var hluti af landsliðinu á HM árið 1978. Á meðan mótinu stóð fannst ólöglega efnið Fencamfamine í blóði Johnston en hann hélt alltaf fram sakleysi sínu og sagðist hafa tekið inn of mikið af sýklalyfinu Reactivan. Hann lék aldrei með landsliðinu eftir þetta.

1. Kolo Toure

Toure er leikmaður sem flestir kannast við en hann lék með Arsenal og Manchester City við góðan orðstír. Árið 2009 var Toure dæmdur í sex mánaða bann fyrir að taka inn ólögleg lyf. Það kom síðar í ljós að Toure hafði tekið inn töflur í eigu eiginkonu sinnar til að losna við aukakílóin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Drátturinn í bikarnum: Slegist um stoltið í Kópavogi – Valur fer til Eyja

Drátturinn í bikarnum: Slegist um stoltið í Kópavogi – Valur fer til Eyja
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Óvæntur framherji orðaður við Liverpool

Óvæntur framherji orðaður við Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Pálmi í sjokki eftir fréttirnar úr Reykjavík í gær: Katrín blandar sér í málið – „Dýraníð já, íþróttastarf fyrir börn nei“

Pálmi í sjokki eftir fréttirnar úr Reykjavík í gær: Katrín blandar sér í málið – „Dýraníð já, íþróttastarf fyrir börn nei“
433Sport
Í gær

Gómaður sex sinnum á tveimur mánuðum fyrir of hraðan akstur – Fékk væna sekt og missir prófið

Gómaður sex sinnum á tveimur mánuðum fyrir of hraðan akstur – Fékk væna sekt og missir prófið
433Sport
Í gær

Brynjar Björn opnar sig um það þegar Grindvíkingar ráku hann úr starfi í fyrra – „Það hefur þurft að skipta um blek í prentaranum“

Brynjar Björn opnar sig um það þegar Grindvíkingar ráku hann úr starfi í fyrra – „Það hefur þurft að skipta um blek í prentaranum“