fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
433Sport

Heimkoma Heimis býr til háværar sögusagnir um heita stóla og breytingar

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 3. september 2019 12:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins er rúmar þrjár vikur eftir af Pepsi Max-deild karla, mörg félög skoða nú uppskeru sumarsins og velta fyrir sér næstu skrefum. Ljóst er að einhverjar breytingar verða í þjálfaramálum.

Háværar sögusagnir heyrast nú viða, þær sögur hafa heyrst meira og meira eftir að Morgunblaðið greindi frá því að Heimir Guðjónsson væri á heimleið. Heimir er einn besti þjálfari í sögu efstu deildar á Íslandi. Morgunblaðið greindi frá því að Heimir myndi hætta með HB í Færeyjum, í október.

Þrátt fyrir að þjálfarar séu með samning við félög eru flestir með ákvæði í honum, sem gerir félaginu og þjálfaranum kleyft að rifta honum fyrir 15 október.

Valur:
Síðustu daga og vikur hefur nafn Heimis mest verið orðað við þjálfarastöðuna á Hlíðarenda, þar situr við stýrið í dag, Ólafur Jóhannesson. Gengi Vals hefur verið slakt í sumar, Ólafur hefur hins vegar komið Val aftur á meðal bestu liða landsins. Fjórir titlar á fjórum árum, þar á undan.

Ólafur greindi frá því um helgina að hann myndi ræða við Val í gær um framtíð sína, ekki hefur náðst á Ólaf eða stjórnarmenn Vals í dag og í gær, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Heimir þekkir það að taka við góðu búi af Ólafi, það gerði hann hjá FH árið 2007.

Margir telja að Ólafur haldi áfram með Val en aðrir eru á því að stjórn Vals, sem oft hefur tekið stórar ákvarðarnir vilji breytingar.

Breiðablik:
Fyrir nokkrum vikum fóru af stað háværar sögusagnir um að Breiðablik ætlaði að skipta Ágústi Gylfasyni út, hann veit af sögunum en er að sigla Blikum í annað sætið, annað árið í röð. Óskar Hrafn Þorvaldsson sem er að koma Gróttu upp í Pepsi Max-deildina er orðaður við starfið, sem og Heimir. Heimir var hænuskrefi frá því að taka við Blikum árið 2014, hann hætti við á síðustu stundu og hélt áfram með FH.

Stjarnan:
Síðustu daga hefur gróa á leiti flogið  um Garðabæinn, þar er framtíð Rúnars Páls Sigmundssonar mikið rædd. Einn aðili úr Garðabænum taldi það líklegra en ekki að Rúnar myndi láta af störfum. Hann hefur unnið magnað starf í Garðabænum frá árinu 2013. Liðið varð Íslandsmeistari árið 2014 í fyrsta sinn og bikarmeistari í fyrsta sinn í fyrra. Eins og við önnur stór störf er nafn Heimis Guðjónssonar þar nefnt til sögunnar.

Fylkir:
Einnig hefur leigubíllinn komið við í Árbænum, þar er sagt að stjórn Fylkis skoði nú hvort Helgi Sigurðsson sé rétti maðurinn til að leiða Fylki áfram. Ólafur Ingi Skúlason er nefndur sem arftaki hans, verði breytingar í Árbænum.

Þá er ekki útilokað að Grindavík og KA skoði sín mál, þá mun ÍBV þurfa að finna sér nýjan þjálfara til framtíðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Viðar ekki í hóp á Akureyri – Magnús fullyrðir að þetta sé ástæðan

Viðar ekki í hóp á Akureyri – Magnús fullyrðir að þetta sé ástæðan
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

England: Chelsea lék á alls oddi gegn West Ham – Pedro hetja Brighton

England: Chelsea lék á alls oddi gegn West Ham – Pedro hetja Brighton
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Albert er veikur og getur ekki tekið þátt

Albert er veikur og getur ekki tekið þátt
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Birti svakalega mynd og sannar það að hann er í sturluðu formi – Sjáðu hvað hann birti

Birti svakalega mynd og sannar það að hann er í sturluðu formi – Sjáðu hvað hann birti
433Sport
Í gær

Gagnrýnir vinnubrögð Liverpool: Bjóst við að fá miklu meiri stuðning – ,,Var gríðarlega erfitt“

Gagnrýnir vinnubrögð Liverpool: Bjóst við að fá miklu meiri stuðning – ,,Var gríðarlega erfitt“
433Sport
Í gær

Hrafnkell: „Ég er ekki sammála þessu“

Hrafnkell: „Ég er ekki sammála þessu“