fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Sögustund með Eiði Smára um moldríka Rússann: „Oft nóg þegar svona maður mætir á svæðið“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 19. ágúst 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári Guðjohnsen var með sögustund í Sjónvarpi Símans í gær, þar ræddi hann um hinn moldríka, Roman Abramovich.

Abramovich er eigandi Chelsea á Englandi, félagið sem Eiður átti magnaðan tíma með. Eigandinn, frá Rússlandi, má hins vegar ekki koma til Englands.

Pólitískar deilur Englands og Rússlands urðu til þess að Abramovich, hefur ekki fengið vegabréfsáritun. Hann getur því ekki mætt á leiki liðsins.

Eiður rifjaði upp þegar Abramovich keypti félagið árið 2003. „Fyrst þegar hann kom var hann mikið inni í klefa hjá okk­ur, en sagði ekki mikið. Hann var bara að upp­lifa stemn­ing­una og maður fann að hann var að lifa sig inn í þetta,“ sagði Eiður á Vellinum í gær.

,,Spurningin var þá hversu fljótt myndi fá leið á þessu, hann er ennþá á staðnum og með bullandi áhuga.“

Abramovich elskar Chelsea og hefur mikla ástríðu fyrir félaginu, hann hitti lífvörð hans á dögunum.

,,Ég hitti lífvörð hans á úrslitaleik Evrópudeildarinnar, hann sagði mér að það væri alveg sama hvar þeir væru í heiminum, það væri kveikt á sjónvarpinu til að horfa á Chelsea leik. Hvort sem það er 3 að nóttu til eða 14:00. Hann er með sín tengsl, og er í daglegum viðskiptum við alla hjá félaginu.“

Chelsea hefur byrjað illa í ár og er með eitt stig eftir tvo leiki, Abramovich getur ekki séð sitt lið.

,,Það oft nóg þegar svona maður mætir á svæðið, þá fara menn upp á tærnar.“

,,Mér skilst að það sé mikill söknuður hjá honum að geta ekki verið á vellinum, hann lifði fyrir þessar helgar. Koma á Stamford Bridge, það er búið að draga það út úr honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði