fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
433Sport

Sindri fer yfir þá mismunun sem konur mega þola á stóra sviðinu: Af hverju mega konur ekki spila þetta lag?

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 3. apríl 2019 09:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sindri Sverrisson, blaðamaður Morgunblaðsins skrifar áhugaverðan bakvörð í blað dagsins. Þar fer hann yfir það hvernig karlar og konur sitja ekki við sama borð í knattspyrnuheiminum.

UEFA, sem er knattspyrnusamband Evrópu er ekki tilbúið að gera eins vel við konur, eins og sambandið gerir við karla.

,,Manni finnst oft eins og að UEFA, knatt­spyrnu­sam­band Evr­ópu, vilji draga tals­vert lapp­irn­ar þegar kem­ur að knatt­spyrnu kvenna. Af hverju er til dæm­is ekki enn búið að koma í gegn Evr­ópu­keppni fyr­ir U21-landslið eins og hjá körl­un­um? Karl­arn­ir hafa haft slíka keppni síðan á 8. ára­tug síðustu ald­ar en enn í dag er þetta leiðinda­bil fyr­ir góðar knatt­spyrnu­kon­ur frá U19-landsliði og í A-landslið,“ skrifar Sindri í Morgunblaðið í dag.

Sindri telur þannig upp þá staðreynd að UEFA sé að gera meira fyrir karlalið en kvennalið.

,,Þegar kem­ur að Evr­ópu­keppn­um fé­lagsliða þá er UEFA með Meist­ara­deild Evr­ópu og Evr­ópu­deild­ina hjá körl­un­um, auk þess sem áætlað er að þriðja Evr­ópu­keppn­in fari af stað eft­ir tvö ár (enn er reynd­ar óljóst hvernig hún verður). Þess­ar keppn­ir mala gull fyr­ir UEFA og aðild­ar­sam­bönd þess, eins og KSÍ, njóta góðs af því.“

,,Hjá kon­un­um er ein keppni. Hún nýt­ur vissu­lega vax­andi vin­sælda en mal­ar ekki gull fyr­ir UEFA eins og karla­keppn­irn­ar. UEFA mætti hins veg­ar stíga það skref að stækka keppn­ina eða búa til aðra til að fjölga Evr­ópu­leikj­um og sýna þannig meira frum­kvæði til að efla knatt­spyrnu kvenna.“

Sindri benti svo á það að tekjur af leikjum kvenna sé alltaf að aukast. Hins vegar þegar keppt er í Meistaradeildinni, þá mega konurnar ekki nota sama lag og karlarnir.

,,Þessu tengt þá var pínu fyndið að sjá frétt­ir þess efn­is að fé­lagsliðum í Meist­ara­deild kvenna væri bannað að nota „meist­ara­deild­ar­lagið“ fyr­ir leiki í keppn­inni, eins og er ómiss­andi þátt­ur í Meist­ara­deild karla. Af hverju í ósköp­un­um? „Þetta er svo mikið smá­atriði. Þetta er bara upp­taka. Ýtið á play,“ sagði sænska landsliðskon­an Elin Ru­bens­son, en nei, UEFA seg­ir að lagið megi aðeins tengj­ast Meist­ara­deild karla. Á næstu leiktíð fær Meist­ara­deild kvenna loks sitt eigið lag, eft­ir að hafa verið stofnuð 2001.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Viðar ekki í hóp á Akureyri – Magnús fullyrðir að þetta sé ástæðan

Viðar ekki í hóp á Akureyri – Magnús fullyrðir að þetta sé ástæðan
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

England: Chelsea lék á alls oddi gegn West Ham – Pedro hetja Brighton

England: Chelsea lék á alls oddi gegn West Ham – Pedro hetja Brighton
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Albert er veikur og getur ekki tekið þátt

Albert er veikur og getur ekki tekið þátt
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Birti svakalega mynd og sannar það að hann er í sturluðu formi – Sjáðu hvað hann birti

Birti svakalega mynd og sannar það að hann er í sturluðu formi – Sjáðu hvað hann birti
433Sport
Í gær

Gagnrýnir vinnubrögð Liverpool: Bjóst við að fá miklu meiri stuðning – ,,Var gríðarlega erfitt“

Gagnrýnir vinnubrögð Liverpool: Bjóst við að fá miklu meiri stuðning – ,,Var gríðarlega erfitt“
433Sport
Í gær

Hrafnkell: „Ég er ekki sammála þessu“

Hrafnkell: „Ég er ekki sammála þessu“