fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
433Sport

Gunnar var lagður í gróft einelti og Gylfi Þór vildi gleðja hann: Sjáðu hvað hann gerði

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 15. janúar 2019 22:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins og Everton, er góðhjartaður maður og sannaði það á dögunum.

Dagmar Ýr er móðir Gunnars Holger en hann er aðeins sex ára gamall og hefur þurft að glíma við alvarlegt einelti á sinni skólagöngu.

Vísir.is ræddi við Dagmar í nóvember og talaði hún á meðal annars um að Gunnar hefði fengið morðhótanir. Hann er í fyrsta bekk.

Eftir að hafa séð fréttirnar hafði Gylfi samband við móðurina og var þeim boðið að kíkja út á leik með Everton.

Dagmar greindi sjálf frá þessu á Facebook síðu sinni í kvöld en Gunnar fékk tækifæri á að heimsækja æfingasvæði Everton og eyða tíma með okkar besta knattspyrnumanni.

Færslu Dagmars má sjá hér.

Geggjuð ferð að baki!

,,Í nóvember, í kjölfarið af fréttunum af Gunnari Holger, hafði Gylfi Þór Sigurðsson samband við mig. Hann vildi bjóða Gunnari á Everton leik, því honum þótti svo leiðinlegt að heyra hvernig þetta væri hjá Gunnari í skólanum,“ skrifar Dagmar.

,,Gylfi bauð okkur Gunnari til Liverpool á leik hjá Everton. Hann reddaði því líka að Gunnar fengi að koma á æfingarsvæðið hjá Everton að horfa á æfingu hjá þeim.“

,,Eftir æfinguna þá kom Gylfi og spjallaði við Gunnar og Gunnar gaf honum innrömmuð fótboltaspjöld af sér. Gylfi áritaði takkaskónna hans Gunnars og landsliðsbolina okkar.“

,,Daginn eftir var svo leikurinn og þvílík upplifun sem það var! Vorum í Sky Sports Studio boxinu, með mat og drykki eins og við vildum.“

,,Eftir leikinn þá vorum við Gunnar sótt upp í boxið og Gylfi spjallað við Gunnar, labbaði með okkur útá fótboltavöllinn og gaf honum treyjuna sem hann var í á leiknum, áritaða.“

,,Gylfi sagði við Gunnar að hann þyrfti að vera oftar á leik hjá þeim því þeir unnu loksins. Gunnar heldur því fram núna að hann sé lukkudýr Everton, að hann þurfi að vera á öllum leikjum Everton og að liðið eigi hann.“

,,Þetta var svo trufluð upplifun og geggjað að sjá Gunnar svona hamingjusamann.“

,,Takk, takk, takk fyrir allt Gylfi. Takk, Gylfi, fyrir að gera barnið mitt að hamingjusamasta barni sem ég hef séð í langan tíma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja yfir sjónvarpinu í kvöld – „Vantaði eldhúsvaskinn til að henda fram“

Þetta hafði þjóðin að segja yfir sjónvarpinu í kvöld – „Vantaði eldhúsvaskinn til að henda fram“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sverrir Ingi sár og svekktur en hefur þessi skilaboð – „Á næstu árum sjáum við þetta lið á stórmótum“

Sverrir Ingi sár og svekktur en hefur þessi skilaboð – „Á næstu árum sjáum við þetta lið á stórmótum“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ferguson tjáir sig um United og gengi liðsins – Hrósar sérstaklega einum leikmanni sem var keyptur í sumar

Ferguson tjáir sig um United og gengi liðsins – Hrósar sérstaklega einum leikmanni sem var keyptur í sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Steven Caulker riftir samningi sínum við Stjörnuna

Steven Caulker riftir samningi sínum við Stjörnuna
433Sport
Í gær

Myndbirting Eggerts Magnússonar vekur mikla athygli – Frá boltastrák í samherja

Myndbirting Eggerts Magnússonar vekur mikla athygli – Frá boltastrák í samherja
433Sport
Í gær

Áhyggjuefni hjá Arsenal – Einn besti maður liðsins gæti verið frá næstu vikurnar

Áhyggjuefni hjá Arsenal – Einn besti maður liðsins gæti verið frá næstu vikurnar
433Sport
Í gær

Celtic finnur loks stjóra

Celtic finnur loks stjóra
433Sport
Í gær

Svarar fyrir meint framhjáhald – Segist ekki hafa verið að stinga undan konunni

Svarar fyrir meint framhjáhald – Segist ekki hafa verið að stinga undan konunni