

Lou Macari, fyrrum leikmaður Manchester United hefur mikla trú á Alexis Sanchez.
Hann telur að leikmaðurinn geti komið liðinu í úrslit Meistaradeildarinnar.
„United var ekki líklegasta liðið til að vinna Meistaradeildina,“ sagði Macari.
„Eftir að þeir fengu Sanchez þá eru þeir mun líklegri, hann er magnaður leikmaður,“ sagði hann að lokum.