

Framlína Barcelona var alltaf kölluð MSN þegar Lionel Messi, Luis Suarez og Neymar léku þar saman.
Í fótboltanum í dag er MSF málið en þar er um að ræða sóknarlínu Liverpool.
Sadio Mane, Mohamed Salah og Roberto Firmino hafa verið hreint magnaðir á þessu tímabili.
Sérstaklega hafa Firmino og Salah verið öflugir og raðað inn mörkum og lagt upp fyrir samherja sína.
Samanlagt hefur MSF skorað 63 mörk á tímabilinu og lagt upp 26 mörk.
Tölfræðina má sjá hér að neðan.
