

Gabriel Jesus framherji Manchester City segist vera hræddur þegar hann sparkar í boltann.
Jesus er að stíga upp eftir meiðsli á hné og er að koma til baka.
,,Það voru margar neikvæðar hugsanir í hausnum eftir meiðslin, ég fann sársauka og reyndi að halda áfram en gat það ekki,“ sagði Jesus.
,,Þökkum fyrir það að meiðslin voru ekki verri, ég er að verða betri og betri.“
,,Ég er byrjaður að sparka í bolta, ég hef saknað þess. Ég er smá hræddur þegar ég sparka í hann, það verður vonandi betra í næstu viku.“