Sky Sports News fullyrðir að PSG hafi samþykkt tilboð Tottenham í Lucas Moura.
Tottenham mun greiða 25 miljónir punda fyrir þennan sóknarmann frá Brasilíu.
Lucas er ekki i neinum plönum PSG en um er að ræða hæfileikaríkan leikmann.
Þegar Lucas kom til Evrópu var hann afar eftirsóttur og hafnaði meðal annars Manchester United.
Lucas kom til Englands í dag og mun gangast undir læknisskoðun og klára samning við Spurs.