Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í flestum stærstu deildum Evrópu er nú opinn og geta lið enn styrkt sig fyrir utan þau sem spila í ensku úrvalsdeildinni.
Hér má sjá pakka dagsins.
Manchester City hefur áhyggjur af því að Manchester United reyni að stela miðjumanni Wolves, Ruben Neves, en City hefur lengi sýnt honum áhuga. (Goal)
Yaya Toure, fyrrum leikmaður City, er að semja við Olympiakos í Grikklandi þar sem hann lék fyrr á ferlinum. (Mirror)
Paris Saint-Germain mun líklega festa kaup á framherjanum Eric Maxim Choupo-Moting hjá Stoke. (Sun)
Danny Rose, leikmaður Tottenham, býst ekki við að yfirgefa félagið fyrir lok félagaskiptagluggans. (Mail)
Nacer Chadli, leikmaður West Brom, vill komast burt frá félaginu áður en glugginn lokar. (Telegraph)
Jan Oblak, markvörður Atletico Madrid, hefur engan áhuga á að framlengja samning sinn hjá félaginu. (AS)
Sandro Ramirez, leikmaður Everton, er á leið til Real Sociedad á láni. (ESPN)
Sevilla er að festa kaup á vængmanninum Quincy Promes sem spilar með Spartak Moskvu. (AS)