fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433

Segir að Ferguson væri sjálfur í vandræðum í dag – Leikmenn leita annað

Victor Pálsson
Sunnudaginn 26. ágúst 2018 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lou Macari, fyrrum leikmaður Manchester United, er ekki hrifinn af viðhorfi leikmanna í nútíma fótbolta.

Macari lék með United frá 1973 til 1984 og var einnig partur af skoska landsliðinu. Hann lék 329 leiki fyrir United.

Macari segir að ein af ástæðum þess að Sir Alex Ferguson ákvað að stíga til hliðar árið 2013 sé að það sé allt annað að höndla leikmenn í dag.

,,Það eru of margir leikmenn sem virðast ekki gera sitt þegar útlitið er svart. Það kemur ekki á óvart að stuðningsmenn United séu komnir með nóg af sumum leikmönnum,“ sagði Macari.

,,Það er að verða erfiðara og erfiðara að hafa stjórn á leikmönnum. Á svona tímum þarftu sterka karaktera í búningsklefanum. Hvar eru þeir?“

,,Ég held að ein af ástæðum þess að Sir Alex Ferguson hafi hætt er vegna þess að viðhorf leikmanna er að breytast og hefur breyst undanfarin ár.“

,,Sumir leikmenn hefðu leitað til hans til að fá leiðsögn en í dag þá fara þeir annað, yfirleitt leita þeir til umboðsmanna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433
Fyrir 6 klukkutímum

Tap niðurstaðan hjá Víkingi í rigningunni í Kópavogi

Tap niðurstaðan hjá Víkingi í rigningunni í Kópavogi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eyðir X síðu sinni nú þegar rannsókn er hafin á færslum hans um gyðinga

Eyðir X síðu sinni nú þegar rannsókn er hafin á færslum hans um gyðinga
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Allt að verða klárt fyrir fyrstu kaup Amorim til United – 17 ára ungstirni

Allt að verða klárt fyrir fyrstu kaup Amorim til United – 17 ára ungstirni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Loftið hrundi þegar fréttamenn voru að spyrja – Mikil heppni að ekki fór verr

Loftið hrundi þegar fréttamenn voru að spyrja – Mikil heppni að ekki fór verr
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Geta gleymt því að fá hann frá Real Madrid í janúar

Geta gleymt því að fá hann frá Real Madrid í janúar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Barcelona hefur áhuga á að kaupa Rashford

Barcelona hefur áhuga á að kaupa Rashford
433Sport
Í gær

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

KR-ingar kveðja Benóný sem skrifaði undir í Manchester í dag

KR-ingar kveðja Benóný sem skrifaði undir í Manchester í dag