

Paul Pogba er sagður heimta það að hlutverk hans hjá Manchester United breytist. Þetta segja ensk blöð í dag.
Pogba hefur verið í varnarsinnuðu hlutverki í síðustu leikjum.
Hann er sagður heimta það að fá meira frjálsræði til að geta sinnt sóknarhlutverki.
Pogba hefur verið í tveggja manna miðju með Nemanja Matic í síðustu leikjum.
Miðjumaðurinn knái spilaði einn sinn besta leik í vetur gegn Everton í þriggja manna miðju.