Það gengur ekki vel fyrir Rafa Benitez að sannfæra leikmenn um að koma til Newcastle.
Benitez hélt að Daniel Sturridge væri að koma en West Brom stal honum af honum.
Nú vonar Benitez að hann geti fengið Eliaquim Mangala miðvörð Manchester City á láni.
Aymeric Laporte er að ganga í raðir City og því mun Mangala spila minna.
Félagaskiptaglugginn lokar á morgun og vill Benitez bæta við leikmönnum áður en slíkt gerist.