Cesc Fabregas miðjumaður Chelsea er illa farinn eftir samstuð við Thibaut Courtois á æfingu.
Courtois skall á miðjumanninn sem fékk högg á höfuð og lappir.
Fabregas sýndi myndir af þessu á Instagram þar sem hann var með plástur á höfðinu.
Þá var hann með kælingu á löppinni eftir að markvörðurinn hafði keyrt hann niður.
Myndir af þessu eru hér að neðan.