Dauðinn er dýr

Kostnaðurinn allt að 1,5 milljónir - Gríðarleg fjölgun á útförum í kyrrþey

Kostar um hálfa milljón króna.
Útför Kostar um hálfa milljón króna.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Að missa ástvin er áfall í sjálfu sér en ofan á það leggst fjárhagslegt púsluspil. Ef um eldri manneskju með nægar eignir í dánarbúi og um útlistaðar dánaróskir er að ræða er auðveldara um vik en það er ekki alltaf raunin. Oft getur þessi kostnaður komið aðstandendum í opna skjöldu. Útförum í kyrrþey hefur fjölgað mjög undanfarin ár en kostnaður við þær er yfirleitt um 300 þúsund krónur. Ef um hefðbundna útför er að ræða er heildarkostnaður yfirleitt á bilinu 700 til 1.500 þúsund. Þá eru erfidrykkjur orðnar mun hóflegri en áður. Íslenskir ríkisborgarar þurfa ekki að greiða fyrir legstæði sín en erlendir ríkisborgarar þurfa að borga um 66 þúsund krónur fyrir stæðið.

Mikil fjölgun á útförum í kyrrþey

Útförum í kyrrþey hefur fjölgað mjög á undanförnum árum að sögn Elínar Sigrúnar Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Útfararstofu kirkjugarðanna. „Árið 2010 voru 43 útfarir í kyrrþey á öllu landinu, eða um 2 prósent. En árið 2016 voru þær orðnar 210 og það sem af er árs 2017 eru þær orðnar 218 eða tæp 12 prósent. Þetta er sexföldun á aðeins sjö árum,“ segir Elín.

[[F1A79B3ED8]]

Hún segir þessa fjölgun ekki tilkomna vegna breytinga á þjóðfélagsgerðinni heldur vegna hugarfarsbreytinga og kostnaður skiptir þar mestu máli. „Eitt er hógværð hins látna. Margt fullorðið fólk óskar eftir því að hafa ekkert tilstand í kringum sína útför. En einnig heyrum við að margt fullorðið fólk hafi áhyggjur af erfidrykkjunni. Hérna bjóðum við upp á samtal um útförina og spyrjum fólk hvernig útförin eigi að fara fram. Þar getum við rætt um hvort þessi ótti sé ástæðulaus. Kannski vilja börnin og barnabörnin leggja saman á borð því erfidrykkjan er fólkinu mikilvæg.“

Elín er nýkomin af málþingi um þessi mál og segir nauðsynlegt að ræða kostnaðinn. „Við getum spurt okkur hvort við viljum hafa þetta svona. Þegar komið er að undirbúningi útfarar segja ættingjar gjarnan að þeir sjálfir myndu frekar vilja að útförin væri opinber en nauðsynlegt sé að virða vilja hins látna.“

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.