fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Neytendur

Aðdáendur Quality Street geta tekið gleði sína á ný: Brúni molinn kemur aftur fyrir jólin

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 19. október 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðdáendur Quality Street, sælgætismolanna sígildu sem eru allt að því fastur gestur á íslenskum heimilum um jólin, geta tekið gleði sína á ný.

DV greindi frá því í fyrra að brúna molanum, Toffee Deluxe, hefði verið skipt úr fyrir annan mola, Honeycomb Crunch.

Óhætt er að segja að aðdáendur Quality Street hafi verið ósáttir og var blásið til herferðar á samfélagsmiðlum til að fá Nestlé, framleiðanda molanna, til að snúa þessari ákvörðun við. Sú herferð virðist hafa skilað árangri því brúni molinn er væntanlegur aftur í nóvember.

Brúni molinn á sér langa sögu í Quality Street-fjölskyldunni en hann varð til árið 1936.

Mikið fjaðrafok varð vegna ákvörðunar Nestlé í fyrra og gengu einhverjir svo langt að segja að jólin væru ónýt. Ákvörðunin var þó tekin að vel ígrunduðu máli, eða af þeirri ástæðu að of mikið af karamellumolum væru í öskjunni. Brúna molanum var því fórnað.

Og aðdáendur Quality Street geta glaðst enn frekar því molinn sem kynntur var til leiks í fyrra, Honeycomb Crunch, verður einnig í boði í ár. Það þýðir aðeins eitt: Nú verða þrettán tegundir í öskjunni í stað tólf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.04.2020

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“