fbpx
Sunnudagur 16.desember 2018
Matur

Karitas Harpa eyðilagði aðfangadag: Náði að reita bæði systur og móður til reiði: „Fólk ýmist svekkt eða skælandi“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 22. nóvember 2018 07:40

Karitas Harpa náði eitt sinn að eyðileggja jólin.

Við á matarvefnum erum afskaplega forvitin um matarvenjur Íslendinga, sérstaklega um jól. Því ákváðum við að hafa samband við þekkta Íslendinga og spyrja þá út í sínar eftirminnilegustu minningar tengdar jólamatnum.

Það er söng- og útvarpskonan Karitas Harpa Davíðsdóttir sem ríður á vaðið, en hún er hvað þekktust fyrir að sigra í hæfileikakeppninni The Voice. Hennar eftirminnilegasta matarminning átti sér stað þegar hún var ung stúlka – stund sem hún mun aldrei gleyma.

„Ris a la mande hefur aldrei tíðkast í minni fjölskyldu en við systkinin gátum ekki látið það yfir okkur ganga að hafa engan möndluleik um jólin og missa þar með möguleikann á aukagjöf. Það hefur fátt verið okkur systkinunum heilagra en aspassúpa mömmu í forrétt á aðfangadagskvöld svo við fundum dásamlega leið til að græða þennan aukapakka,“ segir Karitas Harpa og brosir yfir endurlitinu.

„Við sannfærðum mömmu að troða möndlu í bragðbesta forrétt allra tíma. Nema hvað, fyrstu jólin skemmdi ég hugsanlega leikinn því auðvitað fékk ég möndluna, en ekki hvað, og faldi hana.“

Marín og Karitas eru góðar vinkonur í dag.

Þetta uppátæki Karitasar Hörpu vakti vægast sagt ekki lukku.

„Systir mín, hún Marín, hefur aldrei verið þekkt fyrir annað en gríðarlegt keppnisskap og kláraði hún pottinn af súpunni í von um gjöfina. Réttast er að segja að Marín var mér reið í svona tíu ár, mamma varð pirruð út í mig af því Marín var í uppnámi og vildi ekkert af aðalréttinum sem mamma hafði eytt miklum tíma í, sem gerði pabba auðvitað síður en svo ánægðan þar sem allt var í háalofti og fólk ýmist svekkt eða skælandi,“ segir Karitas Harpa, sem græddi þó vel af möndlunni umdeildu.

„En vinningurinn, jólabolli með nammi í var vel þess virði, minnir mig.“

Rétt er að taka fram að Karitas og Marín eru gríðarlega samrýndar systur og geta hlegið dátt að þessari minningu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nylon-stjarna gengin út

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 dögum

Harry Potter-kastali úr piparkökum: 27 kíló og 3 daga verk – Sjáið myndbandið

Harry Potter-kastali úr piparkökum: 27 kíló og 3 daga verk – Sjáið myndbandið
Matur
Fyrir 2 dögum

Nýtt á matarvefnum: Ketóhornið – Uppskrift að lágkolvetna brauðbollum með hrásalati

Nýtt á matarvefnum: Ketóhornið – Uppskrift að lágkolvetna brauðbollum með hrásalati
Matur
Fyrir 3 dögum

Árið var alls konar: Kannabisnammi og einhyrningakökur úti um allt

Árið var alls konar: Kannabisnammi og einhyrningakökur úti um allt
Matur
Fyrir 3 dögum

Ellefu ára stúlka fann alsælu í hamborgaranum

Ellefu ára stúlka fann alsælu í hamborgaranum
Matur
Fyrir 3 dögum

Öllu hent í eldfast mót og kvöldmaturinn kominn

Öllu hent í eldfast mót og kvöldmaturinn kominn
Matur
Fyrir 4 dögum

Ketó, paleo og vegan mega vara sig: Þetta mataræði verður það heitasta árið 2019

Ketó, paleo og vegan mega vara sig: Þetta mataræði verður það heitasta árið 2019