fbpx
Mánudagur 18.febrúar 2019
Kynning

Dekkjasalan: Sérfræðingar í felgum

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 15. september 2018 08:00

Valdimar Sigurjónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Felga sem lítur vel út uppi á vegg eða á mynd getur alls ekki passað við hvaða bíl sem er. Þegar velja á felgur á bíla þá reynum við að finna einhverja samsvarandi lögun á bílnum og felgunum, til dæmis í speglum, ljósum eða lit bílsins,“ segir Valdimar Sigurjónsson, eigandi Dekkjasölunnar, Dalshrauni 16 í Hafnarfirði.

Felgur eru afar mikilvægar fyrir útlit bílsins og það getur verið gaman að finna réttu felgurnar. „Sumir segja að felgurnar séu 90% af útliti bílsins, en eitt er víst að ef felgurnar eru ljótar eða illa farnar þá skiptir engu máli hvað þú gerir fyrir bílinn, hversu vel þú bónar hann til dæmis,“ segir Valdimar.

Hann bendir einnig á að Dekkjasalan sé með ýmiss konar þjónustu og aukahluti sem varða felgur. „Við pólýhúðum felgur og lánum dekk og felgur á meðan þannig að bíllinn stoppar ekkert. Hér erum við með felguréttingarbekk og vél til að demantsskera framhliðar á felgum sem hafa skemmst og rispast. Við eigum felgubolta og rær fyrir flestar gerðir bíla, hér eru til miðjuhringir og „spacers“ til að allt passi fyrir hvern bíl. Einnig eigum við loftþrýstiskynjara og getum forritað þá inn í alla bíla.“

Ljósmynd: DV/Hanna

Viðskiptavinur sem staddur var á staðnum hafði á orði hversu gott úrval væri af felgum og sagðist vera afar sáttur við þá fjölbreyttu valmöguleika sem væru í boði, hann minntist einnig á hversu mikilvægt það væri fyrir bíleigendur að geta leyst allt á einum stað, bæði hvað varðar aukahluti sem haldast í hendur við felguskipti og úrval af gæðadekkjum á góðu verði.

Ljósmynd: DV/Hanna

„Við erum með fjölbreytt úrval af dekkjum, enda er mjög misjafnt hvað hentar aðstæðum hvers og eins,“ segir Valdimar „Vinsælustu dekkin hjá okkur eru Hankook. Það eru dekk sem kröfuharðir bíleigendur vilja, enda eru þau á toppnum í öllum virtum gæðaprófunum ásamt því að verðið er afar hagstætt, sérstaklega þegar tillit er tekið til gæða og endingar.“

Ljósmynd: DV/Hanna

„Bæði hausttörnin og vortörnin í dekkjaskiptum byrja fyrr hér á Dekkjasölunni en á öðrum dekkjaverkstæðum,“ segir Valdimar. „Ástæða þess er að margir vilja eiga tvo ganga af dekkjum og felgum fyrir sumar og vetur. Þessi hópur er fyrr á ferðinni til að gera allt klárt. Við bjóðum fólki upp á að geyma dekkin og felgurnar á dekkjahótelinu hjá okkur og smella þeim undir þegar rétti tíminn kemur. Einnig bjóðum við þeim sem geyma dekk á hótelinu upp á tímapantanir til að losna við biðraðirnar.“

Ljósmynd: DV/Hanna

Dekkjasalan kappkostar að veita toppþjónustu. Allar felgur og dekk eru skráð með myndum, verði og lýsingu á heimasíðu fyrirtækisins, dekkjasalan.is. Símanúmerið hjá Dekkjasölunni er 587-3757. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið dekkjasalan@dekkjasalan.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bono og Davíðssálmar
Kynning
Fyrir 2 dögum

250 litir: Gott orðspor er gulli betra

250 litir: Gott orðspor er gulli betra
Kynning
Fyrir 2 dögum

Lagnir og lóðir ehf: Jarð-, lagna- og lóðavinna

Lagnir og lóðir ehf: Jarð-, lagna- og lóðavinna
Kynning
Fyrir 3 dögum

Litli klettur: Engin vandamál, bara verkefni sem þarf að vinna

Litli klettur: Engin vandamál, bara verkefni sem þarf að vinna
Kynning
Fyrir 5 dögum

Kanadískir ferðamenn elska íslenskt Stjörnu Partý mix: „Ómögulegt að borða þetta snakk hægt“

Kanadískir ferðamenn elska íslenskt Stjörnu Partý mix: „Ómögulegt að borða þetta snakk hægt“
Kynning
Fyrir 1 viku

Þak.is: Reynsla og þekking er besta auglýsingin

Þak.is: Reynsla og þekking er besta auglýsingin
Kynning
Fyrir 1 viku

Við tökum þátt í Lífshlaupinu

Við tökum þátt í Lífshlaupinu
Kynning
Fyrir 1 viku

Tónaflóð: traust, þekking, reynsla og gamalgrónir viðskiptavinir

Tónaflóð: traust, þekking, reynsla og gamalgrónir viðskiptavinir
Kynning
Fyrir 1 viku

Leiðni slf: Gerðu frekar eitthvað skemmtilegt fyrir sparnaðinn

Leiðni slf: Gerðu frekar eitthvað skemmtilegt fyrir sparnaðinn