fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Kynning

Sólgarðar í Fljótum: Fjölskylduvæn paradís í fallegri sveit

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 16. júní 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að Sólgörðum í Fljótum reka hjónin Kristín Sigurrós Einarsdóttir og Alfreð Gestur Símonarson ferðaþjónustu annað sumarið í röð og er opið til 1. september næstkomandi.

„Ég er svæðisleiðsögumaður og Alfreð er alinn hér upp á næsta bæ, þannig að við erum tengd staðnum,“ segir Kristín, aðspurð af hverju þau völdu að fara í ferðaþjónustuna. „Við vorum laus við þegar þetta tækifæri gafst í fyrra og það var frábært að fá tækifæri að dvelja í þessari sveit sem okkur hefur alltaf dreymt um að flytja aftur í.“

Gisting er í boði fyrir 19 manns í einu í uppbúnum rúmum, hægt er að taka á móti fleirum á dýnum þegar hópar dvelja í húsinu og einnig geta hópar fengið að tjalda eða gista í ferðavögnum. Á Sólgörðum eru oft haldin lítil ættarmót eða afmæli og þar dvelja gjarnan hestamanna- og gönguhópar, svo eitthvað sé nefnt.

„Við sjáum einnig um sundlaug sem er hér á staðnum. Hún er opin fyrir almenning sex daga vikunnar, þetta er ekta gömul sveitasundlaug, heit og notaleg,“ segir Kristín.

„Við rekum einnig Kaffihús Guðrúnar frá Lundi og það hefur verið mjög vinsælt. Í fyrra buðum við upp á vöfflur en við vildum gera meira úr kaffihúsinu núna í sumar. Nú erum við búin að innrétta það í gömlum stíl og bjóðum upp á súpu, vöfflur, kaffi, ís, kalda drykki og sælgæti. Svo er aldrei að vita nema eitthvað bætist við úrvalið þegar líður á sumarið.“

Kristín býður upp á ferðir með leiðsögn, bæði göngu- og rútuferðir. „Þá hef ég meðal annars farið á slóðir Guðrúnar frá Lundi. Í fyrra opnuðum við Marín Guðrún Hrafnsdóttir, langömmubarn Guðrúnar, sýningu um hana á Sauðárkróki. Farið hefur verið með sýninguna um landið og verður hún á Amtsbókasafninu á Akureyri í júní og júlí og síðan á Egilsstöðum og í Keflavík,“ segir Kristín. Eins og alþekkt er þá hafa bækur Guðrúnar notið mikilla vinsælda undanfarið og fást þær á kaffihúsinu, bæði nýjar og notaðar. Einnig fást þar svuntur og taupokar með tilvitnunum úr bókum Guðrúnar.

„Í sumar er stefnan að bjóða upp á litla viðburði, tónleika og fjölskyldudag, Fjölskyldufjör í Fljótum, og er stefnt að því að það verði sunnudaginn 23. júlí. Þá verðum við með hoppukastala, andlitsmálningu, grill, leiki og fleira. Við prófuðum þetta í fyrra og það  mæltist mjög vel fyrir. Einnig er hægt að horfa á boltann hjá okkur, meðal annars leikina á HM.“

Sólgarður er friðsæll og fjölskylduvænn staður, þar er mjög skjólsælt og stutt milli fjalls og fjöru. Fljótin eru þekkt fyrir fallegt landslag og eru tilvalinn áningarstaður fyrir náttúruunnendur. Góð aðstaða er fyrir börn á Sölgörðum, afgirtur leikvöllur, hægt að grilla og borða nesti og mikið af leikföngum á staðnum. Um 30 kílómetrar eru bæði til Hofsóss og Siglufjarðar, en Sólgarðar eru þar mitt á milli á Tröllaskagahringnum svokallaða, sem er orðinn mjög vinsæll hjá bæði íslenskum og erlendum ferðamönnum.

Sólgarðar eru við veg nr. 787, Flókadalsveg í Fljótum, síminn er 867-3164, netfangið er gagnvegur@gmail.com. Facebook.

Opið alla virka daga, nema þriðjudaga, frá kl. 15–21. Um helgar er opið frá kl. 12–17. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum