fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
FókusKynning

Þreföld gæði miðað við sambærileg tæki í sama verðflokki

Kynning

Mi Iceland

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 2. febrúar 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mi Iceland er viðurkenndur endursöluaðili á Íslandi fyrir kínverska snjalltækjaframleiðandann Xiaomi, Mi. Þó að merkið sé ekki ýkja þekkt eru tækin gífurlega vinsæl. „Mi hafa verið að rokka frá 3. upp í 5. sæti sem stærstu farsímaframleiðendur í heiminum síðustu ár. Þeir hafa átt Asíumarkaðinn nokkurn veginn frá byrjun en í seinni tíð eru þeir einnig að verða mjög stórir í Evrópu og Bandaríkjunum,“ segir Örvar Blær Guðmundsson, framkvæmdastjóri Mi Iceland.

Mi framleiðir miklar gæðavörur en þar sem merkið er ekki jafnþekkt og til dæmis Samsung eða Apple þá eru þessar vörur yfirleitt mun ódýrari en þekktari merki í sama gæðaflokki: „Þú ert að fá þrefalt meiri gæði miðað við annað tæki í sama verðflokki,“ segir Örvar. Mi-farsímar nota Android-stýrikerfið en eru oft kallaðir Apple of China enda er hönnunin mjög í anda Apple.

Mi-vörurnar eru afskaplega hagstæðar og heppilegar fermingargjafir. Snjallsímarnir eru í nokkrum verðflokkum og hægt er að fá mjög góðan snjallsíma fyrir aðeins um 25.000 krónur. Með slíkum síma er hægt að gera allt sem maður notar hefðbundinn snjallsíma í, rafhlaðan er endingargóð og myndavélin er sérlega góð, sem er mjög eftirsóttur kostur í snjallsímum í dag.

Þá má nefna hinn vinsæla farsíma Mi Max 2 sem er svo stór að hann minnir helst á spjaldtölvu þar sem skjárinn er 6,44 tommur. Þessi sími sker sig frá öðrum á markaðnum fyrir einstaklega endingargóða og stóra rafhlöðu. Þetta gerir Mi Max 2 mjög heppilegan til að spila leiki á, nokkuð sem er mjög eftirsóknarvert fyrir marga unglinga á fermingaraldri.

Svo má nefna hið frábæra Mi TV Box sem er sambærilegt við Apple TV en kostar aðeins tæplega 15.000 krónur. Tækið er tengt við sjónvarpið með HDMI-snúru og því er stjórnað með lítilli fjarstýringu. Með þessu tæki getur þú á einfaldan hátt notað forrit eins og Netflix, Plex, Kodi, Youtube og Spotify.

Ein áhugaverð vara í ódýrari kantinum er síðan snjallúrið Mi Band 2 sem er smágert og afskaplega snoturt í útliti. Úrið fæst á innan við 8.000 krónur en hefur til að bera gæði sambærileg við snjallúr á um 20.000 krónur.

Mi Iceland er vefverslun sem sendir hvert á land sem er og er enginn sendingarkostnaður. Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni www.mii.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum