fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
FókusKynning

Gefðu þeim sem þú elskar hágæðanudd

Kynning

Mímos nuddstofa, Suðurlandsbraut 16

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 16. febrúar 2018 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Claudia Cecilla Ortiz er nuddari frá Bólivíu sem hefur búið á Íslandi í sjö ár. Claudia rekur nuddstofuna Mímos, að Suðurlandsbraut 16, en þar eru veittar margar tegundir af hágæðanuddi. Allir nuddarar sem starfa á stofunni hafa mikla reynslu á sínu sviði.

Meðal nuddmeðferða er paranudd þar sem tveir fá nudd í sama herberginu frá tveimur nuddurum. Við steinanudd eru notaðir upphitaðir, mjúkir steinar sem er nuddað mjúklega um líkamann á meðan olía er borin á. Við þetta örvast blóðrásin og efnaskiptin ásamt því að dregið er úr bólgumyndun, verkjum og spennu.

Djúpvefjanudd er meðferð sem beitt er á sérstaka vöðva hjá fólki sem á til að hafa samanherpta vöðva eða vöðvaverki. Þrýstingurinn fer beint inn í innri byggingu vöðvans og kallar á sérstaka meðferð. Markmiðið er losa um spennu, hnúta og verki í líkamanum.

Mynd: Einar Ragnar

Sígilt nudd sameinar djúpnudd og slökunarnudd. Viðskiptavinurinn stýrir því hvaða hlutar líkamans þurfa meðferð til að leyfa vöðvunum að slaka á. Síðan er minni þrýstingi beitt á aðra hluta líkamans til að örva blóðrásina og draga úr streitu.
Meðal annarra nuddmeðferða sem í boði eru hjá Mímos eru íþróttanudd, slakandi meðferð, fiðrildanudd, Yoga Thai-nudd og meðgöngunudd.

Velgengnin byggð á fagmennsku

Sem fyrr segir hefur Claudia búið hér á landi í sjö ár og líkar vel. Óneitanlega saknar hún veðurfarsins í heimalandinu en segist hafa vanist köldum vetrum á Íslandi. Eitt það erfiðasta við Ísland segir hún vera tungumálið en hún er að ná sífellt betri tökum á því.

Mynd: Einar Ragnar

Aðspurð hvort ekki sé erfitt fyrir útlending að stofna fyrirtæki á Íslandi segir hún það krefjandi verkefni fyrir alla að stofna fyrirtæki hvar sem er. Það hafi hjálpað henni að leggja sífellt áherslu á gæði og fagmennsku sem eru rauður þráður í gegnum allt hennar starf.

Nuddmeðferðir hjá Mímos nuddstofu eru á hagstæðu verði og gjafabréf eru í boði. Best er að panta gjafabréf með því að hringja í síma 781-8709 eða senda tölvupóst á mimos@mimos.is.

Gjafabréf í nudd er frábær gjöf handa þeim sem þér þykir vænt um. Sjá nánar á mimos.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum