FókusLífsstíll

Jákvæð samskipti við viðskiptavini

Kynning

Leifur Runólfsson hjá Fasteignasölu Reykjavíkur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 11. september 2017 10:00

Leifur Runólfsson er bæði héraðsdómslögmaður og löggiltur fasteignasali. Hann hóf ekki störf við fasteignasölu fyrr en árið 2016 en hafði áður starfað í lögmennsku. Leifur lauk BS- og mastersnámi í lögfræði frá Háskólanum á Bifröst en þess má geta að Bsc-ritgerðin hans fjallaði um stöðu Íbúðalánasjóðs með tilliti til Evrópuréttar. Leifur starfaði svo um tíma sem þinglýsingarstjóri hjá Sýslumanninum í Keflavík en hóf eftir það rekstur lögmannsstofu. Leifur er stjórnarformaður Háskólans á Bifröst.

„Þetta byrjaði nú bara á því að ég leigði skrifstofu hérna hjá Fasteignasölunni,“ segir Leifur þegar hann er spurður hvers vegna hann hafi fært sig út í fasteignasölu. Eins og margar breytingar í lífinu var þessi því frekar tilviljunarkennd en Leifur nýtur þess að starfa innan hins líflega fasteignageira.

„Það er nóg að gera þó að sumarið hafi kannski verið heldur rólegra en veturinn, en það er bara eins og gengur,“ segir Leifur. Hann telur að nú muni draga úr þeim miklu verðhækkunum sem hafa verið á markaðnum. „Það urðu miklar hækkanir í byrjun ársins en undanfarið hefur dregið úr hækkunum. Ég tel að verðið muni halda áfram að hækka, en hægar en áður. Þetta verða eðlilegri verðhækkanir.“

Leifur segir að framboð af fasteignum hafi verið of lítið í vetur sem skýri hinar miklu verðhækkanir sem urðu. „Flestar eignir sem koma í sölu seljast líka mjög fljótt,“ segir hann.

Leifur segir að bæði lögmennska og fasteignasala séu störf sem útheimti mikil mannleg samskipti en samskiptin séu með nokkuð ólíku yfirbragði: „Þegar fólk kemur á fasteignasölu á það yfirleitt ánægjulega stund við að kaupa eign eða selja, en fólk leitar oft til lögmanna þegar í óefni er komið, það á í brasi við einhvern og er yfirleitt ekki að upplifa sínar bestu stundir. Þetta eru léttari samskipti að flestu leyti í fasteignasölunni, þó að vissulega geti komið eitthvað upp á.“

Leifur er Reykvíkingur og segist eyða miklum tíma í vinnuna. Í frístundum sínum finnst honum gott að ferðast mikið, bæði innanlands og utan, og taka ljósmyndir. Hann gengur líka mikið. Hann segist hlaða batteríin fyrir vinnuna í frístundum og ferðalögum.

Fasteignasala Reykjavíkur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Kaffi Krókur og Ólafshús lifa góðu lífi á KK Restaurant

Kaffi Krókur og Ólafshús lifa góðu lífi á KK Restaurant
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Íslenski hesturinn í öndvegi á Lýtingsstöðum: Hestaleiga og hlaðið torfhesthús til sýnis

Íslenski hesturinn í öndvegi á Lýtingsstöðum: Hestaleiga og hlaðið torfhesthús til sýnis
Lífsstíll
Fyrir 11 dögum

Hlaðan: Heimilislegt og hlýlegt kaffi- og veitingahús

Hlaðan: Heimilislegt og hlýlegt kaffi- og veitingahús
Lífsstíll
Fyrir 11 dögum

Hótel Varmahlíð: Veitingastaður og hótel í hjarta héraðsins

Hótel Varmahlíð: Veitingastaður og hótel í hjarta héraðsins