FókusLífsstíll

Loksins gæludýraverslun í Vesturbæinn: Gæludýr.is opnar sína fjórðu verslun

Kynning

Opnunarhátíð á laugardaginn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 31. ágúst 2017 19:05

Opnunarhátíð á laugardaginn

„Við verðum með fullt af opnunartilboðum, þrautabraut fyrir hundana, vörukynningar fyrir hunda sem geta fengið að smakka og svo ætlar grillvagninn frá Veisluspjóti að grilla pylsur ofan í tvífætlingana. Ennfremur verða happadrætti og alls konar húllum hæ.“

Þetta segir Ingibjörg Salome hjá Gæludýr.is en fyrirtækið opnar nýja og glæsilega gæludýraverslun á Fiskislóð 1, í Ellingsen-húsinu úti á Granda. Opnunarhátíð verður í nýju versluninni á laugardag og stendur frá kl. 12 til 16.

Ingibjörg segir að mikil þörf hafi verið á gæludýraverslun á þessu svæði og þar búi margir núverandi viðskiptavinir fyrirtækisins sem taki því fagnandi að fá verslun fyrir gæludýrin sín í hverfið:

„Við höfum horft lengi til þess að fara vestur í bæ en það hefur bara ekki verið hentugt húsnæði í boði fyrr en þetta frábæra tækifæri kom sem við vorum ekki lengi að grípa. Við erum fyrir með vefverslun og verslanir í Korputorgi, Smáratorgi og í Hafnarfirði. Það hefur hins vegar verið vandamál á svæðinu frá Kringlunni og alveg vestur eftir að þar hefur vantað gæludýraverslun á svæðið. Til dæmis eru fjöldamargir hundar skráðir á Seltjarnarnesi og í Vesturbænum. Við höfum líka verið að keyra mjög margar pantanir úr vefversluninni á þetta svæði og því munum við klárlega hitta marga af viðskiptavinum okkar í þessari nýju verslun og ég efast ekki um að þeir munu taka henni fagnandi, enda hafa margir íbúar svæðisins lagt á sig akstur í verslanirnar á Korputorgi og Smáratorgi.“

Þá bendir Ingibjörg á að aðkoma að nýju versluninni sé mjög góð og næg bílastæði, sem er nauðsynlegt fyrir verslun af þessu tagi:

„Okkar viðskiptavinir eru að kaupa í miklu magni, t.d. 15 kílóa sekki af hundafóðri eða 10-15 kílóa sekki af kattasandi. Það er mikilvægt fyrir verslun af þessu tagi að hægt sé að leggja beint fyrir utan og bera vöruna út í bíl án þess að þurfa að ganga einhverja vegalengd með hana.“

Lágvöruverðsverslun með frábærri þjónustu

Gæludýr.is er í eðli sínu lágvöruverslun þar sem lágt verð fæst með lítilli yfirbyggingu, miklum magninnkaupum og fáu starfsfólki og þar með lágu þjónustustigi. „Hins vegar hafa hlutirnir óvart þróast þannig að við erum að veita mjög góða þjónustu, einfaldlega vegna þess hvað við erum heppin með starfsfólk sem leggur sig mjög fram,“ segir Ingibjörg.

Sem fyrr segir er vefverslun á gæludýr.is og þar eru auk þess nánari upplýsingar um fyrirtækið.

Mál málanna núna er hins vegar ný og glæsileg gæludýraverslun í Ellingsenhúsinu, Fiskislóð 1. Sem fyrr segir stendur opnunarhátíðin frá klukkan 12 til 16 á laugardeginum.

Ágúst Borgþór Sverrisson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Samgönguminjasafnið í Stóragerði: Minjar um samgöngusögu Íslendinga varðveittar

Samgönguminjasafnið í Stóragerði: Minjar um samgöngusögu Íslendinga varðveittar
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Viðhald og klæðning ehf: Alhliða viðhaldsþjónusta bygginga

Viðhald og klæðning ehf: Alhliða viðhaldsþjónusta bygginga
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Skemmtilegu, klassísku tómstundaborðin sem henta vel i sumarbústaðinn og inn á hvert heimili

Pingpong.is

Skemmtilegu, klassísku tómstundaborðin sem henta vel i sumarbústaðinn og inn á hvert heimili
Lífsstíll
Fyrir 6 dögum

Gæðingur: Ölbrugghús sem býður upp á spennandi bjór með karakter

Gæðingur: Ölbrugghús sem býður upp á spennandi bjór með karakter
Lífsstíll
Fyrir 6 dögum

Kaffi Krókur og Ólafshús lifa góðu lífi á KK Restaurant

Kaffi Krókur og Ólafshús lifa góðu lífi á KK Restaurant
Lífsstíll
Fyrir 11 dögum

KIDKA – Næstum hálf öld af prjónaskap: Svona er peysan þín búin til

KIDKA – Næstum hálf öld af prjónaskap: Svona er peysan þín búin til
Lífsstíll
Fyrir 12 dögum

Hlaðan: Heimilislegt og hlýlegt kaffi- og veitingahús

Hlaðan: Heimilislegt og hlýlegt kaffi- og veitingahús