fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
FókusKynning

Gæti Ljúflingur verið rétti kosturinn fyrir þig í sumar?

Kynning

Golfklúbburinn Oddur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 5. maí 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Golfklúbburinn Oddur er einn glæsilegasti golfklúbbur landsins, staðsettur í Urriðavatnsdölum í Garðabæ. Aðstaðan á Urriðavelli er eins og best verður á kosið og tekið er sérstaklega vel á móti nýjum félögum. Á golfsvæði Urriðavallar er 18 holu keppnisvöllur og 9 holu par 3 völlur sem heitir Ljúflingur.

Fyrir þá sem vilja prófa golf í sumar þá gæti Ljúflingsaðild GO verið frábær kostur enda um að ræða 9 holu par 3 völl sem hefur notið mikilla vinsælda. Völlurinn er kjörinn til að prófa sig áfram í íþróttinni áður en stóra skrefið er tekið á Urriðavelli.

Ljúflingsaðild kostar 39.000 kr. fyrir fullorðna og 19.000 fyrir börn, en hún veitir kylfingum rétt til að leika Ljúfling ótakmarkað, veitir félagsaðild að golfklúbbnum Oddi og spilarétt á vinavöllum GO í allt sumar. Vissulega frábær kostur.

Áhugasömum er bent á vefsíðu Golfklúbbsins Odds, www. Oddur.is, en þar er að finna allar helstu upplýsingar um klúbbinn og þá glæsilegu æfingaaðstöðu sem hann býður upp á.

Frábær golfleikjanámskeið hjá golfklúbbnum Oddi

Golfklúbburinn Oddur og Golf-akademían Oddur standa fyrir metnaðarfullum golfleikjanámskeiðum fyrir börn á Urriðavelli í sumar. Um er að ræða fimm daga námskeið fyrir krakka á aldrinum 6–12 ára. Námskeiðstími er kl. 9–12 á öllum námskeiðum.

Á hverju námskeiði er börnunum kennd grunnatriði golfíþróttarinnar. Kennslan er uppsett með æfingum og leikjum með það að markmiði að skapa ánægjulega upplifun fyrir börnin. Golfkennsla er í höndum PGA kennaranna Phill Hunters og Rögnvaldar Magnússonar ásamt því að með þeim verða aðstoðarmenn.

Öll börn sem skráð eru á námskeið hjá Oddi fá Ljúflingsaðild 2017 og geta haldið áfram að spila allt sumarið.

Námskeið 1. 12–16. júní 2017
Námskeið 2. 19–23. júní 2017
Námskeið 3. 26–30. júní 2017
Námskeið 4. 10–14. júlí 2017
Námskeið 5. 17–21. júlí 2017
Námskeið 6. 24–28. júlí 2017

Skráningarform er á heimasíðu www.oddur.is og einnig er hægt að senda tölvupóst á skrifstofa@oddur.is eða hringja í síma 565-9092

Almennt verð á námskeið er 12.500 kr. en veittur er 20% systkinaafsláttur af upprunalegu verði.
Verð fyrir börn/barnabörn félagsmanna GO er 10.000 kr.

Sjá heimasíðuna Oddur.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum