fbpx
Laugardagur 11.maí 2024
FókusKynning

Töskur og veski af öllu tagi

Kynning

Módjó í Mjóddinni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 7. apríl 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum í rauninni bara með allt sem heitir taska eða veski. Við reynum að ná yfir þetta allt, skólatöskur, ferðatöskur, dömuveski, seðlaveski og hvað eina. Við seljum líka mikið af þessum svokölluðu mittisveskjum sem fólk notar á ferðalögum til að forðast þjófnað,“ segir Grétar Karlsson, eigandi verslunarinnar Módjó sem er í Mjóddinni, en þar er gífurlegt úrval af alls konar töskum og veskjum.

„Okkar megineinkenni er fjölbreytnin, bæði í töskugerðum en líka í verði. Hér er hægt að fá mjög ódýrar vörur en líka vandaðar leðurvörur í dýrari kantinum. Langmesta salan er hins vegar í leðurvörum á meðalverði,“ segir Grétar.
Af öllu því mikla úrvali sem í boði er selur Módjó mest af ferðatöskum, að sögn Grétars:

„Langmesta salan undanfarið hefur verið í þessum svokölluðu „Wow air“-töskum. Wow air setti nýjar reglur um stærð handfarangurstaska, en það er stærð sem ferðatöskuframleiðendur eru almennt ekki að framleiða. Hins vegar þarf að borga undir handfarangurstöskuna í þeirri stærð sem við þekkjum hana. Við höfum hins vegar töskur í þessum nýju stærðum en þetta eru töskur sem við flytjum inn frá Hollandi.“

Allar ferðatöskur sem eru til sölu í Módjó eru á fjórum hjólum og mikil áhersla er lögð á léttar töskur þannig að þunginn liggi að mestu í farangrinum sjálfum. Ferðatöskurnar eru í alls konar litum, rauðum, bláum, svörum, appelsínugulum og fleirum. Enn fremur selur Módjó strekkibönd, vigtar og merkispjöld, en þetta eru allt hlutir sem koma sér vel fyrir ferðalanginn.

Það er upplifun að koma í verslunina í Mjóddinni og sjá allt úrvalið af alls konar töskum og veskjum. En einnig má benda á heimasíðuna modjo.is og Módjó á Facebook.

Verslunin er opin alla virka daga frá kl. 10 til 18 og laugardaga frá 11 til 16.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni
Kynning
01.09.2023

Vaxandi áhugi á lífsstíls- og hreyfiferðum hjá Úrval Útsýn – „Fólk kemur endurnært tilbaka“

Vaxandi áhugi á lífsstíls- og hreyfiferðum hjá Úrval Útsýn – „Fólk kemur endurnært tilbaka“
Kynning
20.07.2023

Heitir pottar fyrir íslenskar aðstæður – „Sala á rafmagnspottum hefur aldrei verið meiri“

Heitir pottar fyrir íslenskar aðstæður – „Sala á rafmagnspottum hefur aldrei verið meiri“
Kynning
05.04.2023

„Hver veit nema þú fáir það hjá Hermosa“

„Hver veit nema þú fáir það hjá Hermosa“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl