fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
FókusKynning

Gwyneth með ráð varðandi endaþarmsmök

Hollywood-stjarnan gaf út fréttaritið „The Sex Issue“ á dögunum

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 25. mars 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hollywood-leikkonan Gwyneth Paltrow gaf nýlega út fréttaritið „The Sex Issue“ á vefsíðunni sinni, The Goop. Þar fjallar stjarnan um endaþarmsmök og gefur góð ráð varðandi þá iðju. Þess ber að geta að Paltrow talar almennt um kynlífsathöfnina en greinir ekki frá eigin reynslu í þeim efnum. Í fréttaritinu segir Paltrow að ef tekið sé mið af umfjöllun fjölmiðla, sjónvarpsþáttum og kvikmyndum þá séu allir að stunda endaþarmsmök. Raunveruleikinn sé allt annar.

Paltrow vitnar í opinberar kannanir sem sýna að um 30-40% af gagnkynhneigðum körlum og konum hafi prófað slík mök. Þróunin sé þó greinilega á þá leið að endaþarmsmök séu að verða viðurkenndari og fólk sé opnari með þessar langanir sínar.

„Ef endaþarmsmök kveikja í þér þá eru svo sannarlega ekki einn um það. En þessar langanir breyta því ekki að þetta er áhættusamasta aðferðin til kynferðismaka í tengslum kynsjúkdómasmit,“ skrifarPaltrow.

Í greininni ræðir hún við Dr. Paul Joannides sem að veitir ýmis góð ráð.
„Ég myndi segja að það sé rúmur áratugur síðan að klámmyndaiðnaðurinn hætti að gera greinarmun á píku eða endaþarmi kvenna,“ segir Joannides. Ástæðan hafi fyrst og fremst verið þörfin fyrir að gera eitthvað nýtt og sjokkerandi. Þannig hafi endaþarmsmök orðið algengari meðal gagnkynhneigðra para en klámmyndirnar endurspegli þó ekki raunveruleikann.

„Endaþarmurinn er ekki gerður til þess að fá lim inn í sig, ólíkt píkunni, “ segir Joannides og tekur fram að notkun sleipefna sé nauðsynleg. Þá segir hann að í klámmyndum noti leikarar sjaldan smokka við endaþarmsmök en það sé afar mikilvægt til þess að forðast kynsjúkdóma og sýkingar. Þá varaði Joannides við því að fólk stundi endaþarmsmök þegar það er mjög drukkið eða í vímu því slíkt geti deyft sársaukatilfinningu. „Sársauki gefur ákveðna vísbendingu um að einhverskonar skaði geti átt sér stað ef ekki er breytt um kúrs eða hætt. Það er því best að reyna að forðast vímuefni þegar endaþarmsmök eru stunduð,“ segir Joannides.

Til þess að reynslan verði ánægjuleg þá segir doktorinn að báðir aðilar verði að vera fúsir til að prófa og að ekki sé verið að þvinga neinn. Þá sé mikilvægt að finna heppilega stellingu þannig að limurinn þrýstist ekki í endaþarmsvegginn.

Ef að endaþarmsmökin eru ekki ánægjuleg þá sé ekkert að því að stoppa og nota frekar lateklæddan fingur og sleipefni.

takkGwyneth

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum