Tónlistar- og vísindafólk hafa samið gleðilegasta jólalag allra tíma: Hvað finnst þér?

Mynd: ATAMANENKO EVGENY

Tónlistar- og vísindafólk hafa sameinað krafta sína og samið gleðilegasta jólalag allra tíma. Tónlistarfræðingurinn Joe Bennett rannsakaði yfir 200 af vinsælustu lögum allra tíma, þar á meðal 78 jólalög. Áhugaverður fróðleiksmoli: Michael Bublé á tíu af þeim lögum.

Joe komst að því að lagatextar um jólin ásamt C-dúr eða A-dúr og bjölluhljóði færa okkur gleði.

Lagahöfundarnir Harriet Green og Steve Anderson notuðu niðurstöður Joe til að búa til svo sannarlega gleðilegt jólalag sem heitir „Love‘s Not Just For Christmas.“

„Christmas“ kemur fram í laginu 21 sinnum, enda slær hugmyndin um jól í gegn í jólalögum.

Harriet og Steve fengu London Community Choir til að flytja lagið. Horfðu á flutning kórsins hér að neðan.

Hér að neðan má sjá bak við tjöldin frá gerð lagsins:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.