Sjáðu myndbandið sem allir eru að tala um

Stríðnispúkinn varð kjaftstopp

Dagurinn í gær, 8. nóvember, var helgaður baráttunni gegn einelti. Þetta er sjöunda árið sem þessi dagur er helgaður þessari mikilvægu baráttu.

Fjölmargir Íslendingar hafa deilt athyglisverðu myndbandi, sem raunar er nokkurra ára gamalt, á Facebook síðastliðinn sólarhring. Þó að myndbandið sé nokkurra ára gamalt á það alveg jafn vel við í dag og fyrri ár.

Myndbandið sem um ræðir ber yfirskriftina How to stop bullying, eða hvernig á að stöðva einelti. Í myndbandinu má sjá fyrirlesarann Brooks Gibbs setja á svið einskonar leikrit þar sem hann sýnir hvernig er best að taka á móti þeim sem leggja í einelti eða stríða.

Hann fékk stúlku úr áhorfendahópnum til að leika stríðnispúkann á meðan hann lék fórnarlambið. Í fyrri tilrauninni virkaði hann æstur og það var aðeins til að hella olíu á eldinn. Í seinni tilrauninni, þegar hann róaði sig niður og fór að tala blíðlega til stríðnispúkans, kom hann honum í opna skjöldu og er óhætt að segja að stríðnispúkinn hafi varla vitað í hvorn fótinn hann ætti að stíga.

Þessa áhugaverðu tilraun má sjá hér að neðan:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.