fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
FókusKynning

Dansleikir Mýrarboltans í sögufrægu húsi

Kynning

Edinborg, Ísafirði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 23. júlí 2016 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edinborgarhúsið er sögufrægt hús á Ísafirði og er í dag rekið sem tónlistarhús og veitingastaður. Húsið er staðsett að Aðalstræti 7 á Ísafirði en það reis árið 1907. Það voru Skotar og Íslendingar sem byggðu húsið í sameiningu á sínum tíma. Kom þar meðal annars við sögu Ásgeirsverslun en húsið þjónaði sem innflutnings- og útflutningsmiðstöð fyrir svæðið. Árið 2007 var Edinborgarhúsið síðan endurreist sem tónlistarhús og veitingastaður. Bræðurnir Sigurður Arnfjörð og Guðmundur Helgi Helgasynir keyptu síðan staðinn árið 2012 og hafa því rekið hann í rúmlega fjögur ár. Þeir bræður reka líka Gistiheimilið á Núpi í Dýrafirði og hafa gert það undanfarin níu ár, auk þess sem þeir eru skráðir vertar í Félagsheimilinu í Bolungarvík.

„Edinborgarhúsið er Harpa okkar Vestfirðinga,“ segir Sigurður í samtali við DV en Vestfirðingum þykir gaman að sækja tónleika og njóta veitinga í þessu glæsilega og virðulega húsi.

Að sögn Sigurðar eru fiskréttirnir vinsælastir á veitingastaðnum. „Líklega er það tenging við miðin þegar fólk er komið hingað vestur,“ segir Sigurður. Hann segir þó að Edinborg flokkist ekki sem sjávarréttastaður heldur sem bistró en það felur í sér fljótari afgreiðslu. „Við erum í reynd með alla flóruna: salöt, pastarétti, súpur, hamborgara, samlokur, kjöt- og fiskrétti. Það á hver og einn að geta fundið eitthvað sitt hæfi.“

Stórdansleikir um helgina

Sigurður segir að viðskiptin stóraukist um verslunarmannahelgina. „Það er svo mikið af fólki í bænum og allir þurfa að borða. Við höfum auk þess verið með samning við Mýrarboltann um að við sjáum um dansleikina fyrir þá og hér eru stórdansleikir föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Dansleikirnir hefjast kl. 12 á miðnætti og standa til kl. 4 um nóttina. Á föstudagskvöld eru það Aron Can, Erpur og Steinar; þetta er svona rappara-bræðingur. Á laugardagskvöldið er það sveitaball í umsjón Stuðlabandsins. Síðan er það diskódrottningin og stuðboltinn Páll Óskar sem heldur uppi fjörinu og setur lokahnykkinn á þetta á sunnudagskvöldið.“

Sigurður segir að bæði kostnaður og tekjur yfir verslunarmannahelgina séu á allt öðru stigi en vanalega í rekstrinum. Það muni svo sannarlega um 700 manna böll þrjú kvöld í röð en starfsfólki fjölgar líka mjög mikið yfir helgina.

„Það eru til dæmis tíu dyraverðir í vinnu hjá okkur bræðrum um helgina, tíu barþjónar, fimm manns í eldhúsi og fimm í sal. Þannig að það eru 30 manns að vinna um helgina bara á þessum eina veitingastað. Þessa einu helgi erum við að borga milljónir í laun. Auk þess má telja skemmtikraftana sem eiginlega starfsmenn okkar um helgina og þeir verða vitanlega að fá sitt.“

Edinborg er því gott dæmi um hvað allt verður stærra í sniðum á Ísafirði um verslunarmannahelgina. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir svona lítið bæjarfélag að fá svona mikla innspýtingu,“ segir Sigurður að lokum, hæstánægður með þann gífurlega fjölda gesta sem streymir til Ísafjarðar um verslunarmannahelgina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum