fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
FókusKynning

Bestu lög Vilhjálms Vilhjálmssonar

Kynning
Berglind Bergmann
Föstudaginn 5. febrúar 2016 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngvarinn Vilhjálmur Hólmar Vilhjálmsson lést langt fyrir aldur fram af slysförum árið 1978. Hann hafði þó skipað sér í fremstu röð íslenskra tónlistarmanna með hljómsveit Ingimars Eydal og Mannakorn, sólóplötum sínum og samstarfi við systur sína Ellý Vilhjálms. Vilhjálmur var afkastamikill tónlistarmaður og hafa söngperlur hans og plötur lifað með íslensku þjóðinni og þekkja örugglega allir sem komnir eru af barnsaldri lög eins og: „Bíddu pabbi“, „Söknuður“ og „Lítill drengur“.

Margir flytjendur hafa haldið minningu Vilhjálms á lofti með því að flytja lögin hans og sá sem er einna bestur í því er Dalvíkingurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson, ásamt samstarfsfólki sínu hjá RIGG viðburðum. Friðrik Ómar ólst upp við lög Vilhjálms og hefur frá unga aldri dáðst að björtum, fallegum og átakalausum söng Vilhjálms. Friðrik stóð árið 2008 fyrir sex uppseldum minningartónleikum í Salnum í Kópavogi, en þá voru liðin 30 ár frá andláti Vilhjálms.
Í fyrra hefði Vilhjálmur orðið sjötugur og af því tilefni settu RIGG viðburðir upp sérstaka sýningu þann 11. apríl 2015 í Hörpu, á afmælisdegi Vilhjáms. Uppselt var á tónleikana, sem og þá sem voru fluttir í Hofi stuttu síðar og þá þriðju sem voru í Hörpu í september sama ár.

Vegna fjölda áskorana verða tónleikarnir endurfluttir laugardaginn 13. febrúar nk. kl. 20 í Eldborgarsal Hörpu og því er tilvalið fyrir þá sem misstu af fyrri tónleikum að mæta núna. Og einnig þá sem mættu á fyrri tónleika og vilja endurupplifa þá einstöku, ljúfu og skemmtilegu kvöldstund sem tónleikar á vegum Friðriks Ómars eru jafnan.
Tónleikagestir verða ekki sviknir af að hlýða á öll bestu lög Vilhjálms Vilhjálmssonar í flutningi nokkurra af okkar þekktustu og reyndustu söngvurum með Friðrik Ómar í fararbroddi. Sérstakir gestir eru sem fyrr Jóhann Vilhjálmsson sonur Vilhjálms heitins, Guðrún Gunnarsdóttir, Erna Hrönn, Margrét Eir og Jógvan Hansen. Karl Olgeirsson sér um útsetningar. Friðrik Ómar fer góðum höndum um lög og arfleifð Vilhjálms og tónleikagestir geta svo sannarlega hallað sér aftur og notið ferðarinnar eða valið að syngja með þegar stemningin er þannig.

Í laginu Frostrósir slást hjónin Hanna Rún Basev Óladóttir og Nikita Basev í hópinn og auka við upplifun og túlkun lagsins með danssporum sínum, en þau urðu nú í lok janúar Reykjavíkur- og Íslandsmeistarar í samkvæmisdönsum.
Ég vil því eindregið hvetja alla sem misstu af tónleikum í fyrri skiptin og jafnframt þá sem vilja upplifa þá aftur að festa kaup á miðum áður en það verður uppselt. Hægt er að kaupa miða á tónleikana hér og tilvalið er að líka við síðu RIGG viðburðir á facebook hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum