fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
FókusKynning

Jólatónleikar KK og Ellen

Kynning

Hugljúf stund í aðdraganda jóla

Berglind Bergmann
Mánudaginn 5. desember 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jólabörnin og systkinin Kristján, best þekktur sem KK og Ellen Kristjánsdóttir eru landsmönnum vel kunn, en þau hafa í mörg ár sungið og gefið út á plötu lagaperlur sem heillað hafa landsmenn og lifa munu með þjóðinni um ókomin ár. Helst ber þar að minnast á lagið I Think of Angels sem KK samdi og þau flytja til minningar um systur þeirra sem lést í bílslysi 1992.
KK og Ellen eiga bæði farsælan sólóferil að baki, hafa unnið með Magnúsi Eiríkssyni og fleiri listamönnum og í nokkur ár hafa þau tvö haldið jólatónleika saman. KK og Ellen hafa gefið út tvær jólaplötur saman, Jólin eru að koma árið 2005 og Jólin árið 2011.
Árið í ár er engin undantekning hvað jólatónleika varðar en líkt og áður verða þau á faraldsfæti og syngja jólalög í bland við sín eigin lög. Jafnframt segja þau sögur af sér og sínum sem laða fram gleði og jafnvel eitt og eitt tár. Látlaus og hugljúfur flutningur og framkoma KK og Ellen skapar einstaka og hugljúfa kvöldstund í aðdraganda jólanna.
Með þeim verður fimm manna úrvalssveit tónlistarmanna undir stjórn hljómborðsleikarans góða Jóns Ólafssonar.
Jólatónleikar þeirra systkina eru ómissandi liður í jólahaldinu og er miðasala nú í fullum gangi á midi.is og salurinn.is

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=jYFUTEl-tuY?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
KK & Ellen KK & Ellen – Yfir Fannhvíta Jörð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum