fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
FókusKynning

Nýju ári fagnað með stæl í glæsilegum og sögufrægum salarkynnum

Kynning

Mikið um að vera í Gamla bíó um áramótin

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 29. desember 2016 09:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Dagskráin hefst kl. 18 með fordrykk. Síðan tekur við glæsilegur „Gala-dinner“. Tónlistarfólkið sem skemmtir gestum er ekki af verri endanum en þar má nefna þau Helga Björns og Sölku Sól, Voice-stjörnur með meiru. Síðan eru það söngvararnir Sigríður Thorlacius og Valdimar. Hljómsveit kvöldsins verður undir stjórn Hjaltalín-mannsins Guðmundar Óskars, en dansleikurinn hefst kl. 23.00 og stendur til kl. 1.00 um nóttina.“

Þetta segir Guðvarður Gíslason, oftast kallaður Guffi, eigandi og rekstrarstjóri Gamla bíós, en þetta sögufræga hús hefur gengið í endurnýjun lífdaga eftir að Guðvarður tók við rekstri þess fyrir nokkrum árum og réðst í gagngerar endurbætur á innréttingum þess sem þó eru með hinum gamla, virðulega og glæsilega brag sem ávallt hefur einkennt Gamla bíó.

Hinn glæsilegi nýársdansleikur verður haldinn á sunnudaginn, þ.e. nýársdag, og eins og fyrr segir lýkur honum klukkan eitt eftir miðnætti enda vinnudagur næsta dag. En meðal annars þess vegna hefst gleðin strax kl. 18 og fólk getur því notið ógleymanlegrar skemmtunar í sjö klukkustundir án þess að fara seint í háttinn.

Miðinn á nýársdansleikinn með öllu inniföldu kostar 30.000 krónur og veitir fordrykk, margrétta máltíð, vín með matnum, dansleik og skemmtun. Matseðillinn í Gala-kvöldverðinum er birtur hér neðst í greininni.
Hins vegar er hægt að fara á dansleikinn eingöngu á mjög vægu verði:

„Við seljum inn á dansleikinn sem hefst kl. 23 en sú skemmtun hefst með fordrykk kl. 22.00 í Petersen-svítunni. Ballið hefst síðan klukkutíma síðar í aðalsalnum, en miði á þetta kostar 3.200 krónur,“ segir Guffi en auk hins glæsilega salar sem er á jarðhæðinni í húsinu er bar og veitingarými í Petersen-svítunni á þriðju hæð. Miða á nýársdansleikinn með öllu má kaupa hér en einnig má panta hann með því að hringja í síma 563 4000 eða 892 85832, eða koma á staðinn í Gamla bíó í Ingólfsstræti.

Miða á dansleikinn með fordrykk í Petersen-svítunni fyrir aðeins 3.200 krónur má kaupa í Gamla bíó eða í gegnum símanúmerin 892 8583 og 563 4000 eða á midi.is hér.

Tónleikar með Retro Stefson á föstudagskvöld

Hin vinsæla gæðahljómsveit Retro Stefson heldur svokallaða lokatónleika í Gamla bíó á föstudagskvöld (30. des.) en ekki er ljóst hvort hljómsveitin er eingöngu að kveðja gamla árið með þessum tónleikum eða ljúka ferli sínum. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og er miðaverð aðeins 2.900 krónur. Enn þá eru til miðar á tónleikana og þá má kaupa hér.

Enn fremur verður gamlárspartí haldið í Gamla bíó eftir miðnætti á gamlárskvöld en þegar er uppselt á þann viðburð.

Samkomuhús Íslendinga í 90 ár

Gamla bíó var opnað árið 1927 og á næsta ári verður húsið því 90 ára. Hin svokallaða Peterson-svíta á þriðju hæðinni var áður fyrr alltaf lokuð almenningi en þar bjó eigandinn hússins, Daninn Peter Petersen, og bíóstjórar Gamla bíós eftir hans dag. Í dag er rekinn bar í Petersen-svítunni, sem og veisluþjónustu og eru t.d. haldnar brúðkaupsveislur þar.
Sem fyrr segir eru innréttingar í Gamla bíó afar glæsilegar. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á innviðum hússins og útlit þess er í hinum gamla og virðulega anda auk þess sem margir upprunalegir innanstokksmunir prýða það enn þá.

Petersen-svítan
Petersen-svítan

„Gamla bíó hefur verið samkomuhús Íslendinga í 90 ár og verður það áfram. Hér eru tónleikar fyrir bæði sitjandi og standandi gesti, alls konar kvöldverðar- og hádegisverðarviðburðir, brúðkaupsveislur, árshátíðir, ráðstefnur og fundir,“ segir Guffi að lokum en undirbúningur fyrir hin glæsilegu áramótaskemmtanir er nú í fullum gangi.

Sjá nánar á gamlabio.is og upplýsingar má einnig fá í símum 563 4000 og 892 8583.

Matseðill í Gala-kvöldverðinum:
Canapé
Blínis & kavíar

Lystauki
Rjúpukrem & dádýr

Forréttur
Foie gras
Plómur & Brioche

Fiskréttur
Glóðaður keturhumar
Lime & kryddjurtir

Aðalréttur
Hægelduð nautasteik Black Angus
„Pinot Noir“

Eftirréttur
Nýárs karamellu-súkkulaðiturn
Muscat jarðarberjasalsa

Sætt með kaffinu
Handunnið konfekt

Vín með mat og fordrykk
Rosé freyðivín með Blínisi í fordrykk,
Hvítt: Louis Latour Pouilly Fuissé
Rautt: Louis latour, Pinot Noir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum