fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Kanadískur raðmorðingi grunaður um sjö morð hið minnsta

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 15. apríl 2018 08:00

Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanadíski garðyrkjumaðurinn Bruce McArthur, 66 ára, er nú grunaður um að hafa drepið sjö menn í Toronto. Lögreglan telur að hann hafi myrt samkynhneigða karlmenn og komið líkamsleifum þeirra fyrir í blómapottum. Í vetur fann lögreglan líkamsleifar sex karla sem McArthur er grunaður um að hafa myrt og í mars fundust líkamsleifar sjöunda mannsins. Það voru líkamsleifar Afganans Abdulbasir Faizi en hann sást síðast í Toronto 2010. Það var eiginkona Faizi sem tilkynnti hvarf hans en hún ræddi síðast við hann 29. desember. Hann sagðist þá vera í vinnunni en kæmi heim um kvöldið.

CBS segir að lögreglan telji að Faizi og McArthur hafi þekkst. Eins og fyrr segir þá telur lögreglan að McArthur hafi myrt sjö karla en tekist hefur að greina líkamsleifar þeirra en þær fundust á lóð í eigu McArthur. Sex af fórnarlömbunum hafa verið nafngreind en ekki hefur tekist að bera kennsl á eitt þeirra.

Abdulbasir Faizi. Mynd: Lögreglan í Toronto

Lögreglan telur að McArthur hafi komist í kynni við karla í gegnum stefnumótaöpp og síður og hafi síðan hitt þá á börum í Gay Village hverfinu í Toronto. Hann er talinn hafa myrt mennina frá 2010 til 2017. Lögreglan hefur þó nýlega hafið rannsókn á 15 óleystum mannshvörfum frá 1975 til 1997 til að kanna hvort McArthur tengist þeim.

Leitað verður að líkamsleifum á 75 lóðum sem McArthur vann við garðyrkju á. Sérþjálfaðir hundar verða notaðir við leitina. Hank Idsinga, sem stýrir rannsókninni, sagði í gær að lögreglan viti ekki enn hvernig málið muni enda eða hversu mörg fórnarlömbin séu hugsanlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Í gær

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Vilhjálmur til OK