fbpx
Miðvikudagur 15.maí 2024
Fréttir

Kókaínparið í Brasilíu: Faðir stúlkunnar óttast um hana – „Það líður öllum hræðilega“

Segist vera fórnarlamb í málinu og neitar sök

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 18. janúar 2016 07:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Faðir íslensku stúlkunnar sem situr í fangelsi grunuð um aðild að smygli á töluverðu magni af kókaíni segir að hún sé fórnarlamb í málinu og neiti sök. Ekkert sé hæft í því að parið hafi nefnt Guðmund Spartakus Ómarsson í yfirheyrslum líkt og paragvæskur blaðamaður gerði í samtali við RÚV.

RÚV greindi frá þessu í kvöldfréttum sínum í gærkvöldi. Blaðamaðurinn sem um ræðir, Cándido Figueredo Ruiz, sagði í samtali við RÚV að parið hefði nefnt við yfirheyrslur hjá lögreglu að Guðmundur Spartakus, sem DV hefur áður fjallað um, væri einn af umsvifamestu fíkniefnasmyglurum á svæðinu.

Í frétt RÚV í gærkvöldi kom fram að brasilískur lögmaður konunnar hafi aflað gagna hjá lögreglu í Fortaleza, sem utanríkisráðunehytið sá svo um að þýða. Þar komi fram að parið hafi ekki nefnt neitt nafn í yfirheyrslum hjá lögreglu.

„Okkur finnst þetta mikill ábyrgðarhlutur að varpa þessu fram, því við teljum að þetta geti komið stúlkunni í verulega hættu,“ segir faðirinn í samtali við RÚV. „Við vitum og höfum séð að það hefur bara farið fram ein yfirheyrsla það sem ekkert þessu líkt kemur fram, þannig að það er alveg á kristaltæru að þau sögðu ekki til eins eða neins.“

Faðirinn sagði að stúlkan væri nú komin í kvennafangelsi og aðbúnaður þar sé merkilega góður. Hann segir hana bera sig vel en óvissan sé mikil og málið taki á fjölskylduna. „Það líður öllum hræðilega. Fólk er nánast rúmliggjandi og óstarfhæft.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Segja þetta sóun á almannafé – „Eins og að bjóða krökkunum í ísbíltúr með afmælispeningunum þeirra“

Segja þetta sóun á almannafé – „Eins og að bjóða krökkunum í ísbíltúr með afmælispeningunum þeirra“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Dúxaði í Verzló en er nú á svörtum lista Vesturlanda – Fannst íslenskir unglingar drekka of mikið

Dúxaði í Verzló en er nú á svörtum lista Vesturlanda – Fannst íslenskir unglingar drekka of mikið
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Risabótakröfur fyrir að svipta foreldri umsjón með barni sínu

Risabótakröfur fyrir að svipta foreldri umsjón með barni sínu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hilmar segir Íslendinga sýna dómgreindarbrest: „Getum ekki átt von á neinu góðu frá Rússum í framhaldinu“

Hilmar segir Íslendinga sýna dómgreindarbrest: „Getum ekki átt von á neinu góðu frá Rússum í framhaldinu“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Bjarna og Guðmund harðlega: „Þeir voru bókstaflega hlæjandi á meðan hún talaði“

Gagnrýnir Bjarna og Guðmund harðlega: „Þeir voru bókstaflega hlæjandi á meðan hún talaði“
Fréttir
Í gær

Pétur Jökull talinn vera fimmti sakborningurinn í stóra kókaínmálinu – Talinn hafa hitt annan sakborning í miðborginni

Pétur Jökull talinn vera fimmti sakborningurinn í stóra kókaínmálinu – Talinn hafa hitt annan sakborning í miðborginni
Fréttir
Í gær

Þorvaldur varpar sprengju um meint lögbrot Hæstaréttar sem lögreglan neitaði að rannsaka – „Ég á bréfin heima. Ég hef aldrei sagt frá þessu áður“ 

Þorvaldur varpar sprengju um meint lögbrot Hæstaréttar sem lögreglan neitaði að rannsaka – „Ég á bréfin heima. Ég hef aldrei sagt frá þessu áður“ 
Fréttir
Í gær

Frosti segir yfirlýsingu Ingibjargar dapra – „Fleiri slúðursögur réttlæta varla það að leyfa ekki ásökuðum manni að bera hönd fyrir höfuð sé“

Frosti segir yfirlýsingu Ingibjargar dapra – „Fleiri slúðursögur réttlæta varla það að leyfa ekki ásökuðum manni að bera hönd fyrir höfuð sé“