fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fókus

Kristian safnar fyrir Höndum morðingjans og Englablóði

Safnar fyrir útgáfu tveggja bóka

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 11. maí 2016 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljóðskáldið Kristian Guttesen hefur hrundið af stað söfnun á Karolina Fund fyrir útgáfu tveggja bóka. Í fyrra kom safnið Eilífðir – Úrval ljóða 1995-2015, en útgáfa þeirrar bókar varð einmitt að veruleika í gegnum samfélagslega söfnun á fyrrnefndri síðu.

„Það hefur lengi verið draumur minn að gefa út tvær bækur á sama tíma og segja má að reynslan af söfnuninni í fyrra, sem í allan stað var jákvæð og hvetjandi, hafi blásið mér kjarki í brjósti.“ Bækurnar, sem nú er von á, nefnast Englablóð og Hendur morðingjans. Sú fyrri inniheldur ljóð og prósa, bæði stutta og langa, en seinni bókin, Hendur morðingjans, er stakur ljóðabálkur. Að sögn Kristians hafa sum ljóðanna úr hinum væntanlegu bókum áður birst í tímaritum.

Kristian hefur frá tvítugsaldri birt ljóð og sögur í tímaritum og dagblöðum á Norðurlöndum og hafa verk eftir hann verið þýdd á albönsku, dönsku, ensku, frönsku, malayalam, norsku og spænsku.

„Söfnunarsíðan Karolina Fund virkar þannig að maður gefur sér eitthvert tiltekið markmið og ákveðinn tíma til að ná því. Ef takmarkið næst ekki innan þess tíma, eru engin framlög innheimt. Hér er um útgáfu tveggja bóka að ræða og þarf ég því að setja markið hátt, þar sem prentun, ritstjórn, hönnun kápu og önnur aðkeypt vinna kostar sitt,“ segir Kristian sem er bjartsýnn á að ná settu marki.

„Grunnforsenda þess að ná árangri er að trúa á möguleikana, það eru möguleikarnir sem fleyta okkur áfram í tilverunni,“ bætir Kristian við en söfnunarsíðu hans má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þetta er síðasta myndin af henni á lífi – Hélt hún væri að fara á stefnumót

Þetta er síðasta myndin af henni á lífi – Hélt hún væri að fara á stefnumót
Fókus
Í gær

Eitt dularfyllsta sakamál síðari ára – Hvað gerðist í lyftunni?

Eitt dularfyllsta sakamál síðari ára – Hvað gerðist í lyftunni?
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir typpastærð fyrrum NFL-leikmannsins hafa verið banabiti hjónabandsins

Segir typpastærð fyrrum NFL-leikmannsins hafa verið banabiti hjónabandsins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslenskar konur lýsa ömurlegri reynslu: „Á MEÐAN ÉG LÁ NAKIN VIÐ HLIÐINA Á HONUM“

Íslenskar konur lýsa ömurlegri reynslu: „Á MEÐAN ÉG LÁ NAKIN VIÐ HLIÐINA Á HONUM“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“