fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
FókusKynning

5 hlutir sem fólk hélt að væru heilsusamlegir

Geislavirkir drykkir og tannkrem þar á meðal

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 2. mars 2018 16:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Megrunarkúrar og töfraráð tengd heilsu koma og fara, sumt af því er furðulegra en annað.

Vitamin water

Þessa drykki má enn finna í búðum og enn halda sumir að þetta séu hollustudrykkir. Í einni flösku af drykknum má vissulega finna vítamín, en einnig 33 grömm af sykri.

Atkins-kúrinn

Atkins-kúrinn var mjög vinsæll á árunum 2003 og 2004, þá áttir þú að hætta að borða brauð og kolvetni á borð við pasta og hrísgrjón en máttir borða feitan mat eins og beikon og ost. Fáir ef einhverjir náðu góðum langtímaárangri á kúrnum og Atkins-fyrirtækið varð gjaldþrota árið 2005.

Geislavirkir drykkir og tannkrem

Á fyrri hluta 20. aldar héldu margir að geislavirkni væri holl. Erfitt er að komast að því hver var sá fyrsti sem datt þetta í hug en víða í Evrópu og Bandaríkjunum mátti nálgast geislavirkar vörur. Iðnjöfurinn Eben Byers mun hafa drukkið þrjár flöskur af geislavirkum drykk á dag. Hann lést fimmtugur að aldri, kjálkalaus. Þýskir hermenn í síðari heimsstyrjöld notuðu einnig geislavirkt tannkrem.

Mynd: freepik.com

Borða í takt við blóðflokkinn

Þú áttir sem sagt að borða í takt við blóðflokk þinn. Þeir sem eru í blóðflokki O áttu að borða mikið af dýraafurðum. Þeir sem eru í A áttu að borða mest af grænmeti og þeir sem eru í B mikið af mjólkurvörum. Þeir sem eru í AB áttu þannig að borða grænmeti og drekka mjólk. Þetta virkaði ekki sem skyldi.

Mynd: 123rf.com

Hellisbúafæði

Maturinn sem við borðum í dag er ekki alltaf sá heilsusamlegasti og því liggur í augum uppi að sniðugt sé að reyna að borða það sama og mannkyn gerði á steinöld. Vandinn er hins vegar sá að slíkt mataræði er ekkert endilega hollara og getur jafnvel valdið höfuðverkjum og niðurgangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum