Fókus

Þess vegna áttu að leika svona við barnið þitt

Einar Þór Sigurðsson skrifar
Fimmtudaginn 4. janúar 2018 15:18

Þeir foreldrar sem taka þátt í líkamlegum leikjum með börnum sínum stuðla að því börnin þjást síður af kvíðaröskunum þegar fram líða stundir. Hér er átt við leiki eins og kapphlaup og gamnislagi svo dæmi séu tekin.

Þetta leiðir ný rannsókn ástralskra og hollenskra vísindamanna í ljós. Í rannsókninni, sem vísindamenn við Macquarie University í Sydney og University of Amsterdam í Hollandi, stóðu fyrir voru 312 fjölskyldur rannsakaðar.

Börn þeirra foreldra sem notuðu reglulega svokallaða CPB-aðferð (e. challenging parent behaviour) áttu börn sem glímdu við minni kvíða en börn þeirra foreldra sem ekki beittu aðferðinni. CPB er í raun samheiti yfir ærslafulla leiki eins og komið er inn á í fyrstu efnisgreininni.

Vísindamenn telja að ástæðan fyrir þessu sé sú að með ærslafullum leikjum séu börn hvött til að taka áhættur, en þó í öruggu umhverfi. Slíkir leikir geti haft jákvæð og verndandi áhrif og stuðlað að því að börnin verði öruggari í ákveðnum aðstæðum sem stundum þykja óþægilegar.

Rebecca Lazarus, einn þeirra vísindamanna sem stóð fyrir rannsókninni, segir að foreldrar sem vefja börn sín inn í bómul, ef svo má segja, og koma í veg fyrir ærslafulla leiki séu að ýta undir það að börnin þjáist af kvíðaröskunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fyrir 3 klukkutímum síðan
Þess vegna áttu að leika svona við barnið þitt

María Birta er pankynhneigð: „Breytist klárlega ekki neitt við það að hafa fundið sálufélaga minn í karlmanni“

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum síðan
María Birta er pankynhneigð: „Breytist klárlega ekki neitt við það að hafa fundið sálufélaga minn í karlmanni“

Sunna Rós lenti í alvarlegri bílveltu með dóttir sína í bílnum: „Ég veit við munum velta útaf og deyja“

FókusFréttir
Fyrir 8 klukkutímum síðan
Sunna Rós lenti í alvarlegri bílveltu með dóttir sína í bílnum: „Ég veit við munum velta útaf og deyja“

Katla málar með túrblóðinu sínu: „Mér finnst það bara fallegt, glansandi hvít postulínsskál og ferskt blóð“

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum síðan
Katla málar með túrblóðinu sínu: „Mér finnst það bara fallegt, glansandi hvít postulínsskál og ferskt blóð“

„Þau eiga föður sem þau elska og þrá að hitta“

Fókus
Fyrir 12 klukkutímum síðan
„Þau eiga föður sem þau elska og þrá að hitta“

Dóttir Jónu varð fyrir slæmu einelti í gegnum smáforritið musical.ly: „Dreptu þig bara“

Fókus
Fyrir 13 klukkutímum síðan
Dóttir Jónu varð fyrir slæmu einelti í gegnum smáforritið musical.ly: „Dreptu þig bara“

Langar þig í Fyllt lakkrísegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag!

Fókus
Fyrir 15 klukkutímum síðan
Langar þig í Fyllt lakkrísegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag!

Móðir varar foreldra við eiturefnum í förðunarsetti fyrir börn: „Hún fékk bólgur og blöðrur út um allan líkama“

Fókus
Fyrir 16 klukkutímum síðan
Móðir varar foreldra við eiturefnum í förðunarsetti fyrir börn: „Hún fékk bólgur og blöðrur út um allan líkama“

Stjörnulið Pepsi: Gylfi skrifar undir samning og tekur þátt í alþjóðlegri herferð

Mest lesið

Ekki missa af