Fókus

Það eru engir tveir dagar eins

Salvör Þóra Davíðsdóttir hjá Fasteignasölu Reykjavíkur

Ágúst Borgþór Sverrisson skrifar
Fimmtudaginn 21. september 2017 10:00

„Starfið snýst um að hjálpa fólki og því nauðsynlegt að hafa gaman af mannlegum samskiptum í bland við viðskiptalega og lagalega þætti starfsins. Það er óskaplega gaman fá að taka þátt í svona stórum ákvörðunum í lífi fólks eins og fasteignaviðskipti eru, og verða að liði. Oft tengjast fasteignaviðskipti stórum tímamótum í lífi fólks. Að kaupa og selja fasteign er ein stærsta fjárfesting sem einstaklingar fara út í og því mikilvægt að velja sinn fasteignasala af kostgæfni. Það er mikilvægt að fólk upplifi að fjárfesting þess og heimili sé í öruggum höndum og það sé þess fullvisst að málin séu í réttum farvegi og að allt verði til lykta leitt með besta mögulega hætti. Það er óneitanlega gefandi að hjálpa fólki á þennan hátt inn í næsta áfanga í lífi þess.“

Þetta segir Salvör Þóra Davíðsdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali hjá Fasteignasölu Reykjavíkur. Hún starfaði í yfir 15 ár í birtingar- og markaðsmálum, bæði hérlendis og í Bandaríkjunum. Hún hóf störf við fasteignasölu árið 2013 og segir að töluverðar breytingar hafi orðið á markaðnum síðan þá:

„Það er að mörgu leyti einfaldara fyrir kaupendur að kaupa fasteignir núna en 2013. Greiðslumatið er orðið liprara, lántökugjöld eru lægri sem og stimpilgjöld og framboð fasteigna hefur aukist, sér í lagi undanfarna mánuði. Aftur á móti getur ferlið orðið margslungið þar sem oft tengjast nokkrar fasteignir í svokölluðu keðjum, þar sem aðili A kaupir af B sem kaupir af C o.s.frv. Þá reynir á sérfræði þekkingu okkar fasteignasalanna, að tryggja að allt gangi vel fyrir sig og skili sér á tilsettum tíma. Það er því að mörgu að huga þegar fólk er að skipta um fasteign eða að kaupa í fyrsta sinn og mikilvægt að fólk sé óhrætt við að spyrja spurninga.“

Salvör segir að miklar verðhækkanir hafi orðið í upphafi þessa árs en mjög hafi hægt á þeim upp á síðkastið og virðist sem að nú sé komið á meira jafnvægi. Segir hún þetta til marks um heilbrigði markaðarins:

„Verð ræðst af framboði og eftirspurn og einkenni heilbrigðs markaðar er að bregðast við aukinni eftirspurn eða auknu framboði. Upp á síðkastið hefur meira jafnvægi verið að komast á markaðinn með auknu framboði fasteigna sem leiðir af sér heilbrigðari væntingar á milli seljenda og kaupenda.“

Eins og áður segir leggur Salvör mikið upp úr mannlegum samskiptum og telur þau einn mikilvægasta og mest heillandi þátt starfsins: „Það eru engir tveir dagar eins,“ segir hún. Enn fremur segir hún að viðskiptalegir og lagalegir þættir starfsins séu afar mikilvægir og leggur hún ávallt þunga áherslu á að öll skjalagerð sé vel gerð og allar upplýsingar liggi fyrir svart á hvítu til að fyrirbyggja misskilning: „Mikil meirihluti fasteignaviðskipta ganga í gegn hnökralaust en það koma stundum upp mál þar sem ágreiningur og vafi skjóta upp kollinum. Þá er mikilvægt að vanda vel til verka, vera heiðarleg og leita lausna,“ segir Salvör.

Salvör er uppalinn Árbæingur en býr núna í Grafarvogi og líkar vel. Hún er gift, tveggja barna móðir. Salvör hefur mjög gaman af ferðalögum og hefur líka starfað heilmikið fyrir körfuknattleiksdeild Fjölni þar sem börnin hennar hafa æft. „Maðurinn minn er svo líka körfuboltaþjálfari þannig að við erum mikil körfuboltafjölskylda. Ég er mikil félagsvera, mér finnst gaman að hjálpa fólki og taka þátt í skemmtilegum verkefnum. Það á því vel við mig að starfa við fasteignasölu ,“ segir Salvör að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 9 mínútum síðan
Það eru engir tveir dagar eins

„Þau eiga föður sem þau elska og þrá að hitta“

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum síðan
„Þau eiga föður sem þau elska og þrá að hitta“

Dóttir Jónu varð fyrir slæmu einelti í gegnum smáforritið musical.ly: „Dreptu þig bara“

Fókus
Fyrir 4 klukkutímum síðan
Dóttir Jónu varð fyrir slæmu einelti í gegnum smáforritið musical.ly: „Dreptu þig bara“

Langar þig í Fyllt lakkrísegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag!

Fókus
Fyrir 6 klukkutímum síðan
Langar þig í Fyllt lakkrísegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag!

Móðir varar foreldra við eiturefnum í förðunarsetti fyrir börn: „Hún fékk bólgur og blöðrur út um allan líkama“

FókusSport
Fyrir 6 klukkutímum síðan
Móðir varar foreldra við eiturefnum í förðunarsetti fyrir börn: „Hún fékk bólgur og blöðrur út um allan líkama“

Stjörnulið Pepsi: Gylfi skrifar undir samning og tekur þátt í alþjóðlegri herferð

Fréttir
í gær
Stjörnulið Pepsi: Gylfi skrifar undir samning og tekur þátt í alþjóðlegri herferð

Stjarna er fædd: Magnaður og tilfinningaþrunginn flutningur grætti dómnefndina

Fréttir
í gær
Stjarna er fædd: Magnaður og tilfinningaþrunginn flutningur grætti dómnefndina

Lesblindan hamlaði Liv í skóla: „Fann mína leið til að læra“

Fókus
í gær
Lesblindan hamlaði Liv í skóla: „Fann mína leið til að læra“

Vandræðaleg saga Ingu Láru leigubílsstjóra: ,,Ég hef ekki sungið í bílnum eftir þetta“

Mest lesið

Ekki missa af