Fókus

Matvæli sem hjálpa þér í baráttunni gegn kvefi og flensu

Inflúensan er komin – Þessi matvæli gætu hjálpað þér

Einar Þór Sigurðsson skrifar
Miðvikudaginn 20. september 2017 21:00

Inflúensan er farin að láta á sér kræla og margir finna þessa dagana fyrir ertingu í hálsi og jafnvel smá kvefi. Þá getur skipt máli að borða hollan og góðan mat til að gera líkamann betur í stakk búinn til að glíma við pestarnar. Hér að neðan má sjá nokkrar tegundar matvæla sem geta gagnast okkur í baráttunni.


Hvítlaukur

Nei, það er ekki lyktin af hvítlauknum sem hefur fráhrindandi áhrif á óæskilegar bakteríur og vírusa. Hvítlaukur inniheldur efnið allisín sem má líkja við einhverskonar náttúrulegt sýklalyf. Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem borða reglulega hvítlauk – eða virk innihaldsefni hans – eru síður líklegir til að glíma við kvef og aðrar pestar. Hvítlaukurinn stuðlar einnig að heilbrigðri þarmaflóru.


Sætar kartöflur

Sætar kartöflur eru kannski ekki hinn dæmigerði flensubani, ef svo má að orði komast. Sætar kartöflur innihalda samt talsvert magn A-vítamíns sem meðal annars getur hamlað vexti óæskilegra baktería. A-vítamín er þar að auki gott fyrir slímhúðina, en eins og margir vita skiptir máli að hafa heilbrigða slímhúð, til dæmis í nefi, til að verjast því að óæskilegar pestar eigi greiða leið inn í líkamann.


Mynd: pinkomelet

Túrmerik

Túmerik hefur lengi verið notað í óhefðbundnum lækningum en þetta gula krydd er unnið úr rót túmerikjurtarinnar. Virka efnið í túrmeriki kallast kúrkúma og hefur því verið haldið fram að efnið geti unnið gegn krabbameinum og myndun æxla. Þá hafa rannsóknir gefið til kynna að þeir sem neyta túrmeriks daglega eru síður líklegir til að grípa kvefpestarnar sem ganga.


Mynd: Shutterstock

Lax

Það þarf vart að taka fram að lax er meinhollur enda stútfullur af góðri fitu. Hann er einnig góð uppspretta D-vítamíns, en rannsóknir hafa sýnt að þeir sem eru með heilbrigðan búskap D-vítamína í líkamanum eru síður líklegir til að þjást af sýkingum í öndunarfærum. Og ef þeir á annað borð gripu sýkingar voru þeir fljótari að jafna sig en hinir. D-vítamín er líka að finna í mjólkurvörum, eggjum og öðrum fiski, til dæmis makríl, túnfiski og síld svo dæmi séu tekin.


Heitar súpur

Já, það getur verið gott að fá sér heita súpu þegar við erum kvefuð eða eymsli í hálsinum. Til eru óteljandi útfærslur af góðum og hollum súpum og verður ekki lagt mat á það hvers konar súpur fólk ætti að elda. Allar súpur sem innihalda grænmeti, fisk eða kjöt eru fínn kostur og verður ekki gert upp á milli þeirra. Heitar súpur hafa þann eiginleika að mýkja slímhúðina, til dæmis í hálsi, og getur því verið slímlosandi. Kjúklingasúpur eru sagðar sérstaklega góðar því þegar við eldum kjúkling leysist úr læðingi amínósýran sýstein sem talin er gagnast í baráttunni gegn berkjubólgu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 11 mínútum síðan
Matvæli sem hjálpa þér í baráttunni gegn kvefi og flensu

„Þau eiga föður sem þau elska og þrá að hitta“

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum síðan
„Þau eiga föður sem þau elska og þrá að hitta“

Dóttir Jónu varð fyrir slæmu einelti í gegnum smáforritið musical.ly: „Dreptu þig bara“

Fókus
Fyrir 4 klukkutímum síðan
Dóttir Jónu varð fyrir slæmu einelti í gegnum smáforritið musical.ly: „Dreptu þig bara“

Langar þig í Fyllt lakkrísegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag!

Fókus
Fyrir 6 klukkutímum síðan
Langar þig í Fyllt lakkrísegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag!

Móðir varar foreldra við eiturefnum í förðunarsetti fyrir börn: „Hún fékk bólgur og blöðrur út um allan líkama“

FókusSport
Fyrir 6 klukkutímum síðan
Móðir varar foreldra við eiturefnum í förðunarsetti fyrir börn: „Hún fékk bólgur og blöðrur út um allan líkama“

Stjörnulið Pepsi: Gylfi skrifar undir samning og tekur þátt í alþjóðlegri herferð

Fréttir
í gær
Stjörnulið Pepsi: Gylfi skrifar undir samning og tekur þátt í alþjóðlegri herferð

Stjarna er fædd: Magnaður og tilfinningaþrunginn flutningur grætti dómnefndina

Fréttir
í gær
Stjarna er fædd: Magnaður og tilfinningaþrunginn flutningur grætti dómnefndina

Lesblindan hamlaði Liv í skóla: „Fann mína leið til að læra“

Fókus
í gær
Lesblindan hamlaði Liv í skóla: „Fann mína leið til að læra“

Vandræðaleg saga Ingu Láru leigubílsstjóra: ,,Ég hef ekki sungið í bílnum eftir þetta“

Mest lesið

Ekki missa af