fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
FókusKynning

Falleg minningarmerki á leiði ástvina

Kynning

S. Helgason: Allt að 60% afsláttur af granítlegsteinum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 20. mars 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinsmiðjan S. Helgason býður núna 25%-60% afslátt af granítlegsteinum og gildir tilboðið frá mánudeginum 20. mars og til mánaðamóta, eða út föstudaginn 31. mars. S. Helgason hefur verið starfandi síðan árið 1953 og hefur framleiðsla legsteina ávallt verið þungamiðjan í starfseminni en auk þess framleiðir fyrirtækið borðplötur, sólbekki, grásteinsplötur í arna og fleira.

S.Helgason býður uppá legsteina úr graníti og marmara en sérstaðan liggur þó í smíði á legsteinum úr íslensku hráefni. Stuðlaberg hefur lengi verið vinsælt í legsteina enda fer þar saman mikið veðrunarþol og fjölmargir möguleikar í útfærslu. Sumir kjósa að fá óunna stuðlabergsdranga á meðan aðrir velja meira unna steina en þá koma fram fallegar æðar sem myndast hafa við storknun og gefa legsteininum mikinn svip og engir tveir steinar eru eins.
Legsteinar úr gabbró og líparít eru einnig vinsælir og þykja mikil prýði. Að auki vinnur smiðjan með grágrýti og hraun, þannig að íslensk steinaflóra kemur víða við sögu í legsteinasmíðinni.

Mynd: nikolinajons@gmail.com

Vægi marmarans hefur minnkað nokkuð frá því sem áður var enda henta íslensku steintegundirnar og granítið betur þeirri veðráttu sem við búum við hér á landi.

Æ algengara er að teknir séu blómarammar við legsteinana, oft settur jarðvegsdúkur og ljós möl inn í rammann. Hægt er að koma fyrir blómakerum, lukt eða styttum inn í rammann.

Meðfram legsteinasmíðinni sinnir smiðjan hinni ýmsu þjónustu er tengist viðhaldi steinanna. Málað er í letur sem farið er að dofna og steinar sem farnir eru að skekkjast réttir af, einnig er mikið um að áletrunum sé bætt við eldri steina og eru þá steinarnir háþrýstiþvegnir um leið.

Mynd: nikolinajons@gmail.com

Bálfarir hafa stöðugt verið að færast í aukana og eru þær orðnar um helmingur af öllum útförum á Reykjavíkursvæðinu. Algengt er að ákveðnar reglur gildi um stærð á duftsteinum og býður S. Helgason upp á mikið úrval af þeim í verslun sinni að Skemmuvegi 48, hvort sem um er að ræða útafliggjandi púltsteina ellegar upprétta steina, úr graníti.

Granítlegsteinarnir eru af ýmsum stærðum og gerðum, litum og lögunum. Granítið er þekkt fyrir mikla hörku, veðrunarþol og endingu. Hjá S. Helgason er hægt að velja úr hundruðum leturgerða og skreytinga ýmiskonar. Hægt er að fá ígrafna stafi, upphleypta, koparstafi og einnig stafi úr ryðfríu stáli. Möguleikarnir eru því fjölbreyttir er kemur að því að setja fallegt minningarmerki á leiði ástvinar.

Mynd: nikolinajons@gmail.com

Sem fyrr segir er 25-60% afsláttur af granítlegsteinum hjá S. Helgason frá 20. til 31. mars. Fyrirtækið er til húsa að Skemmuvegi 48 í Kópavogi. Viðskiptavinir eru hjartanlega velkomnir í verslunina til að skoða úrvalið og gera hagstæð kaup á fallegum granítlegsteini fyrir sumarið. Verslunin er opin mánudaga – fimmtudaga frá kl. 09 til 18, föstudaga frá 09 til 17 og laugardaga frá 10 til 14. Sjá einnig heimasíðuna www.shelgason.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum